Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Norska vinnueftirlitið skilað skýrslu um hnífaárásina í Oslóarháskóla – Vinnuumhverfislög brotin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norska vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um hnífaárásina í Oslóarháskóla en þar réðst nemandi við skólann á tvo starfsmenn skólans en annar þeirra var hin íslenska Ingunn Björnsdóttir, kennari við skólann en hún slasaðist alvarlega í árásinni. Nemandinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og fyrir grófar líkamsmeiðingar.

Vinnueftirlit Noregs telur í skýrslu sinni að háskólinn hafi brotið nokkur atriði í vinnuumhverfislögum.

Eftirlitið bendir meðal annars á að áhættumat á starfssvæðið, þar sem atvikið átti sér stað, hafi síðast verið gert árið 2016. Það var almennt fyrir allt starfssvæðið og telur eftirlitið að það eigi ekki við um starfsstað sem er með 2.000 starfsmenn og átta mismunandi deildir.

Þá telur eftirlitið að starfsmenn hafi fengið of litla þjálfun í að takast á við ofbeldi og hótanir.

Í svari við skýrslunni hefur háskólinn viðurkennt að þeir þurfi staðbundið áhættumat og muni bæta venjur í kringum þjálfun starfsmanna.

Nrk.no fjallaði um málið.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -