Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Landvernd telur Hafnarfjarðarbæ hafa brotið gegn náttúruverndalögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Landvernd segist hafa kynnt sér tillögu að matsáætlun fyrir íþróttasvæði Hauka í Hafnarfirði og telur að Hafnafjarðarbær verði að endurskoða áætlanir um uppbyggingu innan skipulagssvæðis sveitafélagsins í viðkvæmri og afar dýrmætri náttúru sem nýtur verndar.
Hvetur Landvernd Hafnafjarðarbæ á síðu sinni til þess að taka af skarið í eitt skipti fyrir öll, virða friðlýsingu svæðisins og náttúruverndarákvæði sem vernda það og falla frá frekari uppbyggingu mannvirkja við Ástjörn.

Vatnafari getur raskast í tjörninni

Ástjörnin sjálf og nánasta umhverfi hennar er friðlýst og nýtur auk þess verndar náttúruverndarlaga eins og hraunið umhverfis hana. Landvernd segir í umsögninni: „að fara í stórar framkvæmdir alveg við tjörnina er mjög líklegt til þess að raska vatnafari tjarnarinnar. Ástjörn er grunnt stöðuvatn þar sem grunnvatnsstaðan ræðst af grunnvatnsstöðu bergsins í kring. Slík stöðuvötn eru viðkvæm fyrir náttúrulegum sveiflum og þola illa rask, eins og dæmi frá þurrkatíð sl. sumar sýna. Hætt er við því að með greftri fyrir mannvirkjum alveg við tjörnina skerðist rennsli í hana eða að frárennsli frá henni opnist þannig að vatnafar hennar raskist.“

Uppbygging stríðir gegn friðlýsingarskilmálum

Landvernd óttast að svokallaðar mótvægisaðgerðir sem greint er frá í kafla 6.2 í matsáætlun sem vísað er í hér að ofan, til að sporna við þessu, séu ekki nægjanlegar til að tryggja að vatnafar tjarnarinnar raskist ekki.

Það er því mat Landverndar að fyrirhuguð uppbygging stríði gegn friðlýsingarskilmálum. Jafnframt telur Landvernd að með framkvæmdunum verði brotið gegn 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 bæði þar sem um er að ræða rask á vatnafari stöðuvatns stærra en 1000 m2 (1. mgr. a liður 61. gr. náttúruverndarlaga) sem og á hrauni (2. mgr. a liður 61. gr. Náttúruverndarlaga).

Umsögn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -