Þriðjudagur 26. september, 2023
11.1 C
Reykjavik

Loftgæði í gosmóðunni óholl fyrir viðkvæma: Börn ættu að vera innandyra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nú liggur móða yfir höfuðborgarsvæðinu sem Heilbrigðisstofnun segir að sé blanda af þokulofti og gosmóðu. Á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að loftgæði sumsstaðar innan höfuðborgarsvæðisins séu óholl fyrir viðkvæma:

„Þónokkur loftmengun. Viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna loftmengunar.“

Ennfremur segir á vef Umhverfisstofnunnar að við slíkar aðstæður geti áhrif þess fyrir viðkvæma að dvelja í slíkum loftgæðum valdið hósta og ennfremur að áhrif á heilbrigða sé erting í augum, koki og nefi.

Áhrif á heilsufar við þessar aðstæður séu ólíklegar en ráðleggingar um viðbrögð eru að forðast áreynslu utandyra, börn skuli ekki vera útivið nema til að komast til og frá skóla og ráðlegt sé að slökkva á loftræstingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -