Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Minnast Hrannars Leví sem lést fyrir aldur fram: „Ég sá hann blómstra eftir meðferð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag var einn af þessum erfiðu dögum en í dag var jarðarför hans Hrannars Leví Elvussonar. Hann var 31 ára gamall, faðir, sonur, bróðir og svo margt meira.  Ég hafði heyrt um Hrannar þegar ég var í neyslu en við vorum báðir svona hálfpartinn þekktir fyrir að gera hluti sem kröfðust svona hálfgerðs óttaleysis eða kannski vorum við bara svipað ruglaðir.“

Svo hefst færsla góðgerðasamtakana Það er von á Facebook en samtökin voru stofnuð af Hlyni Kristni Rúnarssyni. Samtökin birtu í gær minningarorð um Hrannar Leví en útför hans var haldin í gær. Hann var einungis 31 ára.

Hér fyrir neðan má lesa minningarorðin sem samtökin birtu í gær í heild sinni.

Hrannar er þessi týpa sem laðar fólk að sér. Stutt í brosið. Hnyttinn og fyndinn. Við vorum saman í meðferð árið 2019. Hann var þá hraustur og hafði gaman af því að leika sér í fjörunni, skoða undir steina og finna krabba og allskyns ógeð. Svo hljóp hann um og hrekkti okkur hina.

Hrannar var svona týpa sem hefði líklega þrifist mjög vel í röð og reglu ef einhver hefði gefið honum almennilegt tækifæri. Ég sá hann blómstra eftir meðferð í einhvern tíma en eftir ár eða svo fór að halla undan fæti eins og vill svo oft gerast. Ég fór að heyra sjaldnar í honum og þegar ég hitti hann þá var mikið að „gera“ hjá honum. Óróliekinn fór að taka meira pláss og fór hann að sækja í annan vinskap en þá sem voru með allt upp á borðum.

Hrannar var ljúfur, blíður, einlægur, fyndinn, gáfaður, orkumikill, veiðidellumaður…. Ég held að allir sem fengu að kynnast honum muni sakna hans og heiðra minningu stráks sem var einstaklega orðheppinn og tók sig ekki allt of alvarlega.

- Auglýsing -

Að taka utan um móður hans eftir athöfnina í dag, hugsandi að þetta hefði alveg eins geta verið ég og móðir mín sem væri að ganga í gegnum þennan missi. Ég votta öllum þeim sem syrgja alla mína samúð og ég vona að dauðsföllum vegna alkahólisma fari að fækka. Við erum nefnilega að missa alltof gott fólk alltof snemma.

Hrannar Leví Elvusson, ég mun sakna þín þarna töffara bangsinn þinn.  Ég veit að þú vakir yfir börnunum þínum og heldur yfir þeim verndarvængi.

Þinn vinur

- Auglýsing -

Hlynur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -