Föstudagur 12. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Næturstrætó fer aftur á rúntinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frá og með 9. júlí næstkomandi mun næturstrætó snúa aftur á göturnar eftir um tveggja ára hlé. Næturstrætó mun aka frá miðbæ Reykjavíkur um helgar. 

Fram kemur í tilkynningu Strætó:

„Ný stjórn Strætó kom sam­an á föstu­dag­inn síðasta og það var mikill samhugur í stjórnarmönnum um að láta næturstrætó aka út miðbænum um helgar. Stjórnin er með þessu að svara ákalli íbúa höfuðborgarsvæðisins um að auka þjónustu og fjölbreyttari samgöngukosti út úr miðborg Reykjavíkur um helgar.“

Næturstrætó mun einungis keyra úr miðbænum svo þar af leiðandi verður ekki í boði að taka strætó í bæinn.

Viðskiptavinir sem nota greiðslumiða  á vegum strætó eins og strætókort, Klappið, mánaðarkort eða árskort greiða sama fargjald. Tilraun verður gerð með að hafa posa í vögnunum en greiðir þá fullorðinn 1000 krónur fyrir stakt fargjald.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -