Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Pierce Brosnan gæti hlotið sex mánaða fangelsisdóm – Neitar sök í málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Pierce Brosnan hefur lýst yfir sakleysi sínu. 

James Bond-leikarinn geðþekki neitar því að hafa brotið lög í Yellowstone-þjóðgarðinum í Wyoming í Bandaríkjunum þann 4. janúar en hann hefur verið ákærður fyrir að ganga inn á bannsvæði í þjóðgarðinum. Helstu sönnunargögn málsins eru myndir sem leikarinn setti sjálfur á netið.

Bannsvæðið sem hann gekk inn á er viðkvæmt hverasvæði og er þetta ekki fyrsta skipti sem hann lendir í vandræðum fyrir að labba inn á slík bannsvæði en í nóvember í fyrra var hann sektaður fyrir slíkt brot á öðrum stað í Bandaríkjunum. Ástæða bannsins er viðkvæmni svæðisins og er hverasvæðið talið mjög hættulegt. Grunur leikur á að maður hafi dottið í hver á svæðinu árið 2015 og dáið í kjölfarið.

Verði Brosnan fundinn sekur gæti hann átt von á sex mánaða fangelsisvist eða sekt upp á tæpar 700 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -