Miðvikudagur 6. júlí, 2022
12.7 C
Reykjavik

Ragnheiður fór með móður sinni til Noregs að sækja bræðurna: „Hann var alveg búinn að slá mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nýjasta þættinum af Eigin konur sem birtur er á Stundinni, segir 15 ára stúlkan sem fylgdi móður sinni til Noregs, til þess að sækja bræður hennar, frá sinni reynslu.

Ragnheiður hefur birt myndbönd tengd málinu á samfélagsmiðlinum Tiktok. Hún segist hafa sagt sálfræðingi í Noregi frá sinni reynslu þegar dæmt var í forsjármáli foreldra hennar en að ekki hafi verið hlustað á hana. „Hann sagði við dómstólana að hann trúði mér ekki og að þetta væri bara lygi.“

Hún segist hafa lýst reynslu sinni en að sálfræðingurinn hafi sagt hana segja ósatt, að um væri að ræða lygar sem kæmu frá móður hennar.

Hún sakar föður sinn um að hafa brotið á henni. „Hann var með svona king-size bed, og ég, hann og litli bróðir minn vorum bara saman í rúmi. Við vorum bara að horfa á þætti eitt kvöldið og hann snerti á mér brjóstin.“

Ragnheiður er elsta dóttir mannsins. Yngri dóttirin var ekki með þeim í rúmi, heldur fékk hún eigið herbergi.

„Ég var í rauninni bara mamman í húsinu. Ég var bara að sinna öllum systkinum mínum og allt þannig,“ segir Ragnheiður.

- Auglýsing -

Ragnheiður segir föður sinn aldrei hafa minnst á atvikið eftir á. Hann hafi oft eftir þetta gripið í rass hennar. Hún segist ekki hafa sagt frá þessu fyrr en tveimur árum síðar.

„Hann var alveg búinn að slá mig,“ segir Ragnheiður í viðtalinu.

Ragnheiður segir það hafa tekið á að dómskerfið hafi ekki trúað henni. Besta leiðin fyrir hana sé að tala um reynslu sína.

- Auglýsing -

„Þetta var mjög erfitt og ég var náttúrulega bara ellefu ára þegar þetta gerðist,“ segir hún. Ragnheiður segist ekki hafa gert sér grein fyrir að eitthvað væri athugavert við málið í byrjun, hún hafi ekki fengið næga fræðslu á þessum tímapunkti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -