Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

RÚV biðst afsökunar á innbrotstilraun í Grindavík: „Við erum búin að tala við húseigandann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

RÚV biðst afsökunar á hegðun ljósmyndara.

Fyrr í dag birti Dóra Sigtryggsdóttir, íbúi í Grindavík, myndband af ljósmyndara RÚV á Facebook-síðu sinni sem sýnir starfmanninn reyna að komast inn til Dóru en hún, eins og aðrir bæjarbúar, hefur yfirgefið heimili sitt vegna eldgosa hættu. Sakar Dóra manninn um innbrotstilraun en ljósmyndarinn grípur í hurðarhúna og virðist leita eftir lyklum að húsinu á lóðinni. Hægt er að sjá myndbandið neðst í fréttinni.

Mannlíf hafði samband við RÚV til að spyrja fyrir um málið.

„Ég get staðfest að þetta er starfsmaður RÚV. Við hörmum mjög þetta atvik og biðjumst Grindvíkinga afsökunar. Við erum búin að yfirfara okkar vinnuferla með þessum starfsmanni. Við erum búin að tala við húseigandann og útskýra málið og biðjast afsökunar.“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, um málið.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur greint frá því að málið sé komið inn á þeirra borð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -