Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Sakar dómara um að falsa skýrslu: „Málið hefur þegar farið sína leið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðbliks í Bestu deild karla, ásakar dómara um að falsa dómaraskýrslu.

Þann 13. ágúst áttust við KA og Breiðblik og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. En sögu leiksins lauk þó ekki þar. Eftir leikinn fékk Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðbliks, rautt spjald og kærðu Blikar rauða spjaldið til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Halldór fékk rautt spjaldið klukkutíma eftir leik og kærðu Blikar málið á þeim grundvelli að ekki sé hægt að gefa spjald svo seint eftir að leik lýkur og töpuðu þeir því máli.

Þó virðist vera að málið sé stærra en svo. Halldór veitti Vísi viðtal um málið á föstudaginn og sagði. „Ég átti stutt, og að ég hélt ágætt, spjall við einn af dómurum leiksins um vafasaman vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik. Spjallið var mjög stutt enda sagði sá dómari að hann hefði ekki séð atvikið aftur. Síðan berast þær upplýsingar um að ég hafi fengið rautt spjald efir leik – sem er alls ekki rétt – en dómarinn hefur skrifað það í leikskýrsluna. Daginn eftir kemur svo skýrsla úr leiknum þar sem tekið er fram hver ástæðan fyrir rauða spjaldinu er,“ en Halldór sagði einnig að þrír úr þjálfarateymi Breiðbliks hafi verið vitni af atvikinu og allir séu sammála um upplifun Halldórs. Í skýrslunni stendur að Halldór hafi kallað dómara „helvítis hálfvita,“ en Valdimar Valdimarsson, markmannsþjálfari Blika, segir það ekki rétt.

Samkvæmt var Halldóri var Elías Ingi, dómari leiksins, ekki á svæðinu en hafi skrifað skýrsluna eins og hann hafi verið á staðnum. „Það væri gaman að sjá dómara leiksins stíga fram og með góðri samvisku segja opinberlega að hann og-eða aðrir dómarar en aðstoðardómari 1 hafi verið á staðnum og verið vitni að samtali í gangi KA heimilisins eins og hann lýsir í skýrslu sinni. Og að lýsing aðstæðna og atburða hafi verið með þeim hætti sem þar segir,“ sagði Halldór að lokum. 

Erfitt er að lesa orð Halldórs á annan hátt en að hann sé að saka Elías Inga um að falsa dómaraskýrsluna. Slík ásökun kemur ekki fram á hverjum degi og veit Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, ekki um dæmi um slíkt á Íslandi þegar Mannlíf leitaði hennar viðbragða við þessum ummælum.

„Ég á ekki von á að gera það nei. Málið hefur þegar farið sína leið í gegnum bæði aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstól,“ sagði Klara þegar hún var spurð hvort að hún myndi vísa ummælum Halldórs til aga- og úrskurðarnefndar. Óljóst er þó hvað Klara eigi við þar sem ummæli Halldórs komu fram eftir aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll úrskurðuðu í málinu. Þá vildi Klara ekki tjá sig um hennar viðbrögð við orðum Halldórs. 

- Auglýsing -

Rúna Kristín Stefánsdóttir, aðstoðardómari 1 í leiknum, vildi ekki tjá sig um málið en rétt er að taka fram að sjaldgæft er að starfandi dómarar tjái sig um einstök tilfelli í fjölmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -