2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Samherji mun birta þann tölvupóst sem Jóhannes afhenti ekki

Í tilkynningu sem Samherji birti á vef sínum í gær var Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari um viðskiptahætti Samherja í Namibíu, sakaður um að hafa „handvalið“ þann tölvupóst sem hann afhenti Wikileaks til að varpa ljósi á spillta starfsemi Samherja í Afríku. Gögnin voru notuð í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar en í tilkynningu Samherja er bent á að sá póstur sem Jóhannes kaus að afhenta ekki gæti varpað nýju ljósi á málið.

„Þeir fjölmiðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frásögn heimildarmannsins en ekki heildarmyndina,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins ætlar Samherji að birta þann tölvupóst sem Jóhannes ákvað að láta ekki af hendi. Í fréttinni er tekið fram að ekki verður tölvupóstur er snýr að persónulegum málefnum Jóhannesar afhentur, aðeins sá póstur er snýr að starfi hans fyrir Samherja.

Sjá einnig: Samherji segir Jóhannes hafa „handvalið“ þann tölvupóst sem Wikileaks fékk

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum