Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Segir að ef Árvakur greiðir lausnargjaldið geti það stækkað vandamálið: „Hrikalegt mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Alexandra Briem segir gagnaárásina á Árvakur vera „hrikalegt mál“ og að slík gagnagíslataka búi til „klassískt leikjafræði vandamál“.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem skrifaði Facebook-færslu þar sem hún talar um netárás rússneska tölvuþrjótahópsins Akira, á Árvakur, sem rekur mbl.is og K100. Tölvuöryggi er einmitt eitt af aðalmálefnum Pírata.

„Þessi gagnaárás á Árvakur er hrikalegt mál. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar gögn eru tekin í gíslingu, þá býr það til klassískt leikjafræði vandamál.

Það kann að vera hverjum vinnustað í hag að greiða gjaldið, það væri ódýrara en að byggja upp sín gagnasöfn og innviði frá grunni.“ Þetta segir Alexandra í upphafi færslunnar og útskýrir svo vandamálið:

„En því fleiri sem taka þá ákvörðun, þeim mun betur geta þessir gagnaþjófar vígbúið sig til að ná gögnum af fleiri aðilum, komast í gegnum betri varnir og ná gagnasöfnum sem eru metin þannig að ekki sé annað í boði en að fá þau til baka.
Því fleiri sem greiða lausnargjaldið, þeim mun meiri freisting er líka fyrir fleiri óheiðarlega aðila að bætast í leikinn. Þeim mun meiri peningar sem eru í spilinu, því oftar sem lausnargjald er greitt, þeim mun meira spennandi verður það. Og eftir því sem fleiri aðilar með meiri fjárráð taka þátt í þessu, þeim mun verra verður vandamálið.“

Að lokum segist Alexandra ekki vera að segja að það ætti ekki í neinum kringumstæðum að greiða lausnargjaldið en vonar að sem „allra fæst láti undan þessum kröfum.“

„Ég ætla ekki að segja að það ætti að vera í öllum tilfellum útilokað að greiða lausnargjaldið, t.d. ef um er að ræða sjúkragögn á sjúkrahúsum sem geti leitt til fjölda dauðsfalla ef þau fást ekki, en þau dæmi eru algjörar algjörar undantekningar.
Og því fleiri sem greiða gjaldið fyrir gögn sem eru ekki þess eðlis, þeim mun sennilegra er að þjófarnir verði nógu öflugir til að komast í slík gögn.
Ég vona að sem flest átti sig á þessu og að sem allra fæst láti undan þessum kröfum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -