Fimmtudagur 28. september, 2023
8.1 C
Reykjavik

Segir hælisleitendur útburðarfólk nútímans: „Hvað á fólkið að gera í örvinglan sinni?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Björn Birgisson skrifar um útburð hælisleitenda á Íslandi í nýlegri Facebook-færslu og ber saman við útburði til forna.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er duglegur penni en færslur hans vekja jafnan mikla athygli en honum er fátt óviðkomandi. Í nýlegri færslu gerir hann útburð hælisleitenda á Íslandi að viðfangsefni en talar hann um útburð fyrr á öldum í því samhengi. „Vansköpuð börn voru gjarnan borin út, sem og fyrirburar.

Fleiri stúlkubörn en drengir hlutu þessi örlög herma heimildir,“ skrifaði Björn í færslunni og bætti við: „Nú er talað um útburð hælisleitenda og sagt frá því að ríkið ætli ekki að skipta sér frekar af því fólki.“

Í lokaorðum sínum segir Björn: „Engu er líkara en að ríkisvaldið ætli þessu fólki – útburðarfólki nútímans – sömu örlög og biðu þeirra sem borin voru út fyrr á öldum.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni:

„Útburður – þá og nú.

Fornar heimildir, innnlendar jafnt sem erlendar, greina frá útburði.
Einkum barna, en einnig frá siðvenjum þar sem eðlilegt þótti að gamalt fólk færi út í náttúruna til að deyja þar.
Heimildir eru frá Grænlandi um að konum sem voru orðnar gamlar, illa tenntar og ónýtar til hefðbundinna starfa við skinnin hafi verið hjálpað út á ísinn til þess eins að deyja þar.
********
Nokkuð er deilt um hvort útburði barna hérlendis hafi verið hætt við kristnitökuna árið 1000, en ýmsir fræðimenn hallast að því að svo hafi ekki verið.
Vansköpuð börn voru gjarnan borin út, sem og fyrirburar.
Fleiri stúlkubörn en drengir hlutu þessi örlög herma heimildir.
********
Nú er talað um útburð hælisleitenda og sagt frá því að ríkið ætli ekki að skipta sér frekar af því fólki.
Því er hent út á götu, væntanlega oftast án vinnu og peningalausu með öllu.
Heyrst hefur af einhverjum úr þeirra hópi í tjöldum nærri höfuðborginni.
Hvað á þetta fólk að gera?
Kaupa farmiða til annars lands?
Enginn peningur til þess.
Kaupa sér fæði?
Enginn peningur til þess.
Leigja sér húsnæði?
Enginn peningur til þess.
Hvað á fólkið að gera í örvinglan sinni?
Engu er líkara en að ríkisvaldið ætli þessu fólki – útburðarfólki nútímans – sömu örlög og biðu þeirra sem borin voru út fyrr á öldum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -