Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Séra Kristján vill verða biskup: „Gef­ast nú tæki­færi til að móta skipu­lag kirkj­unn­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.

„Ef ég fæ nægj­an­lega marg­ar til­nefn­ing­ar mun ég gefa kost á mér í bisk­ups­kjöri,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is um málið. „Ég hef sinnt störf­um bisk­ups mikið und­an­farið og veit því vel út á hvað starfið geng­ur. Ýmsir prest­ar hafa komið að máli við mig og bent á að gott væri nú að fá inn mann með reynslu í embættið, enda gef­ast nú tæki­færi til að móta skipu­lag kirkj­unn­ar sem og hlut­verk bisk­ups Íslands.“

Framboð Kristján kemur fáum að óvart en hann hefur verið einn af þeim sem hefur verið orðaður við embættið síðan ljóst var að Agnes Sigurðardóttir myndi hætta sem biskup. Nú eru framboðin fimm talsins og greinilegt að mikil samkeppni er innan kirkjunnar um embættið. Aðrir frambjóðendur eru séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði, og séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju í Kópavogi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -