Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Sigurgeir segir tryggingarnar borgi skemmdirnar: „Við erum hvorki rannsakendur eða dómarar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir að tryggingar Vinnslustöðvarinnar borgi fyrir skaðann sem varð á neyslulögninni til Vestmannaeyja sem akkeri Hugins VE 55 olli. Skipstjórinn og stýrimaður hafa samið um starfslok.

Aðspurður um ábyrgð Vinnslustöðvarinnar í málinu svaraði framkvæmdarstjórinn, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, í samtali við Mannlíf: „Það er nú þannig að tryggingarfélagið okkar mun væntanlega borga fyrir þetta.“

Samkvæmt frétt Vísis var samið um starfslok skipstjóra og stýrimanns Hugins VE 55, í kjölfar slyssins en er Mannlíf ynnti hann eftir ástæðunni fyrir starfslokunum svaraði Sigurgeir Brynjar: „Ég hef bara sagt að í kjölfarið hafi verið samið um starfslok og í tengslum við það verða skipulagsbreytingar.“ Mannlíf spurði hann hvort um hafi verið að ræða mannleg mistök. „Það er bara annarra að rannsaka það. Það eru bara sjópróf og rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan sem rannsakar slíkt. Við erum hvorki rannsakendur eða dómarar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -