Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sjöundi dagur skógareldanna á Tenerife: „Og harmleikurinn er hvergi nærri búinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lítið lát er á skógareldunum á Tenerife en Anna Kristjánsdóttir upplýsir lesendur sína um framvindu mála í nýjustu dagbókarfærslu sinni.

Skógaeldarnir á Tenerife hafa nú logað í sjö daga en samkvæmt Önnu Kristjáns, frægasta íbúa eyjarinnar, eru ýmis jákvæð teikn á lofti. „Skógareldarnir hafa vissulega geisað hér í nærri viku, en eftir að hvassviðrið á sunnudagsmorguninn lægði tókst björgunarliði að hemja verstu eldana, þó ekki alla þá sem enn eru stjórnlausir.“

Anna segir þetta þó mjög sorglegt mál en um 7 prósent eyjarinnar hafi orðið eldi að bráð og „og harmleikurinn er hvergi nærri búinn“. Bætti hún við að engar staðfestar fregnir hefðu borist enn af brunnum heimilum þó einhverji hafi birt ljósmyndir af slíku.

Anna bendir á hið gríðarstóra flæmi sem eldarnir hafa náð að vaða yfir. „Það er samt ljóst að skógareldarnir hafi náð yfir mjög stór landssvæði, þó aðallega á hálendinu og þá yfir þúsund metra hæð og upp í 2.400 metra hæð. Eldshafið hefur nú náð yfir 13.300 hektara og ummálið er yfir 90 kílómetrar, en tólf sveitarfélög hafa orðið fyrir skaða vegna eldanna, öll á norðurhluta eyjarinnar, eða í kringum hálsinn á öndinni.“

Að lokum minnist hún á þann fjölda sem berst við eldtungurnar á degi hverjum en það er um 600 manns á jörðu niðri og um 25 flugför. „En með mikilli baráttu hefst það að lokum og við gamalkvenndin á suðurhluta Tenerife eigum þá von eina að þeim takist ætlunarverk sitt, að slökkva þessa hræðilegu skógarelda.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

„Dagur 1470 – Sjöundi dagur skógarelda.

Það er erfitt að segja hlutina eins og þeir eru, en það eru samt ýmis jávæð teikn á lofti. Skógareldarnir hafa vissulega geisað hér í nærri viku, en eftir að hvassviðrið á sunnudagsmorguninn lægði tókst björgunarliði að hemja verstu eldana, þó ekki alla þá sem enn eru stjórnlausir.
Þetta er samt virkilega sorglegt. Um það bil 7% eyjarinnar hafa orðið eldi að bráð og harmleikurinn er hvergi nærri búinn. Á mánudagskvöldi höfðu þó engar staðfestar heimildir borist um brunnin heimili samkvæmt fréttum þótt einhverjir hafi sett út myndir af brunnum húsum, en þær fréttir eru óstaðfestar, enda reynir slökkvilið allt sem í þeirra valdi stendur að bjarga húsum sem eru innan brunasvæðanna.
Það er samt ljóst að skógareldarnir hafi náð yfir mjög stór landssvæði, þó aðallega á hálendinu og þá yfir þúsund metra hæð og upp í 2.400 metra hæð. Eldshafið hefur nú náð yfir 13.300 hektara og ummálið er yfir 90 kílómetrar, en tólf sveitarfélög hafa orðið fyrir skaða vegna eldanna, öll á norðurhluta eyjarinnar, eða í kringum hálsinn á öndinni.
Hér sunnanheiða verðum við ekki vör við neitt þó að því frátöldu að talsvert sót barst hingað ofan af hálendinu aðfararnótt sunnudagsins
Enn sem komið er hafa engin manntjón orðið og er það vel, en hvað gerist næstu dagana? Það rigndi lítilsháttar í fyrrinótt en enganveginn nóg til að slökkva í eldunuml
Yfir 600 manns berjast við eldana á jörðu niðri auk rúmlega 25 flugfara sem skvetta vatni á öndina án mikils árangurs, en með mikilli baráttu hefst það að lokum og við gamalkvenndin á suðurhluta Tenerife eigum þá von eina að þeim takist ætlunarverk sitt, að slökkva þessa hræðilegu skógarelda.
—–
Uppfært á þriðjudagsmorgni klukkan 09:05. Brunasvæðið er nú orðið 14.878 hektarar eða 7,3% af flatarmáli Tenerife.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -