Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skipulagðir glæpahópar á bakvið netfjársvik – Komu gagngert til landsins til að svíkja fé af fólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur sem sérhæfir sig í netfjársvikum og peningaþvætti er á bakvið fjársvikum viðskiptavina Landsbankans.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum í Reykjavík segir að rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á fjársvikum sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði, miði vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið þar að verki. Bæði hafa verð framkvæmdar handtökur og húsleitir í þágu rannsóknarinnar en lögreglan telur að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Virðist sem hópurinn hafi komið til Ísland gagngert í þeim tilgangi að hafa af fólki fé en virðist hann sérhæfður í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn einstaklingur sat í gæsluvarðhaldi í tæpar tvær vikur vegna rannsóknarhagsmuna en er nú laus úr haldi lögreglu.

Samkvæmt tilkynningunni hefur rannsóknin leitt í ljós að upp hafi verið setta svokallaðar skuggasíður í nafni Landsbankans. Grunlausir viðskiptavinir hafi svo farið inn á síðurnar í gegnum Google-vafrann og talið sig vera að tengjast heimabanka sínum. Hins vegar hafi fjármunirnir verið millifærðir af reikningi þeirra í rauntíma. Er tekið fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að fólk hafi ætíð hugfast að tengjast heimabankanum beint en ekki í gegnum Google-vafrann. Þá sé einnig gott að kynna sér netöryggismál og varnir gegn netsvikum sem lögreglan segir að hafi aukist mjög á undanförnum árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -