Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Slæm færð á Vestfjörðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrir skemmstu stöðufærslu á Fésbókarsíðu sinni. Fram kemur að allir helstu vegir Vestfjarða séu lokaðir. Mikil úrkoma og hvassviðri hefur verið í landshlutanum sem hefur torfellt hreinsunarstarf á vegum.

„Þá er vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokaður vegna snjóflóðahættu. Sama er með Flateyrarveg og loks var veginum milli Hnífsdals og Ísafjarðar lokað seint í gærkveldi en þá höfðu tvo flóð fallið úr Eyrarhlíðinni og yfir veginn. Af öryggisástæðum var veginum um Eyrarhlíðina lokað“ segir í færslunni og metið verði hvort og hvenær vegurinn verði opnaður af fyrir umferð.

„Þeir vegfarendur sem nauðsynlega þurfa að komast á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í dag mega gjarnan senda einkaskilaboð á facebooksíðu þessa,“ greinir í færslunni.

Hér að neðan má sjá færslu Lögreglunnar á Vestfjörðum í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -