Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Steina Árnadóttir svarar til saka í dag – Ákærð fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalmeðferð hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í máli geðhjúkrunarfræðingsins Steinu Árnadóttur, sem ákærð er fyrir að valda dauða sjúklings.

Geðhjúkrunarfræðingnum Steinu Árnadóttur, 62 ára, er gefið á sök að hafa valdið dauða konu sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst 2021, á meðan henni var haldið, með þeim afleiðingum að drykkurinn hafnaði í öndunarvegi hennar, sem olli köfnun. Þetta hafi hún gert þrátt fyrir að konan hefði neitað að drekka drykkinn. Er hún ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Steina neitar sök í málinu.

Samkvæmt frétt Vísis um málið krefjast aðstandendur konunnar fimmtán milljóna króna í bætur.

Landspítalinn hefur viðurkennt að aðstæður á geðdeildinni hefðu verið ófullnægjandi og að spítalinn hefði brugðist starfsfólki en ráðist hafi verið í úrbætur innan geðþjónustunnar eftir andlát konunnar. Það hafi verið gert með því að fjölga heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum, auka stoðþjónustu við deildir og breyta innra skipulagi þjónustunnar.

Meðal um þrjátíu vitna sem leidd verða fyrir dóminn er að sögn Rúv, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Dómurinn er fjölskipaður en sérfræðingur í bráðalækningum verður meðdómari tveggja dómara Héraðsdóms Reykjavíkur.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -