Sunnudagur 27. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla: „Slegin eins og allir yfir lýsingum á einelti nemenda“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Mikil reiði er í samfélaginu eftir að sagt var frá hrottalegu einelti ungrar stúlku í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í fjölmiðlum í gær en stúlkan reyndi að fyrirfara sér.
Stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla segist slegin yfir lýsingum á einelti stúlku sem sækir skólann og sagt var frá í fjölmiðlum í gær.

Yfirlýsing frá stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla í Hafnarfirði birtist á Facebook í gær þar sem fregnir af einelti sem 12 ára stúlka verður fyrir í skólanum og utan hans eru harmaðar. Stúlkan, Ísabella Von reyndi að fyrirfara sér í kjölfar hrottalegs eineltis en í kvöldfréttum Rúv í gær sagðist hún geta nafngreint 35 gerendur í eineltinu.

Yfirlýsing foreldrafélagsins er eftirfarandi:

„Stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla er slegin eins og allir yfir lýsingum á einelti nemenda skólans sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum í dag.

Við höfum verið í sambandi við skólastjórnendur Hraunvallaskóla og munum eiga fund með þeim við fyrsta tækifæri. Það er brýnt að taka á svona málum af festu og setja í farvegi. Einnig að við foreldrar, skólastjórnendur og starfsfólks skólans vinnum saman að uppbygggjandi lausnum þar sem velferð barnanna er alltaf í fyrirrúmi. Stjórn foreldrafélagsins mun þar leggja allt sitt að mörkum eins og aðstæður leyfa.“

Nokkrir hafa skrifað athugasemdir við yfirlýsinguna og má sjá að fólk hefur áhyggjur af stöðu mála í skólanum. Ein konan segir hina fullorðnu verða að „girða sig í brók“: „Miðað við kommentakerfin í gær við fréttir af þessu hryllilega máli þá mega ansi margir fullorðnir byrja á því að girða sig í brók. Börn lesa þetta og herma eftir.“

Ein kona lýsir yfir miklum áhyggjum og vill fá svör við ýmsum spurningum. Segir hún meðal annars: „Hvernig eigum við foreldrar að koma að því að vinna saman að uppbyggjandi lausnum? Mun verða opinn fundur með foreldrum allra barna og skólastjórnendum/starfsfólk? Munu verða búnir til nýjir verkferlar þegar kemur að eineltismálum? Eru til skýrir og ákveðnir verkferlar og farið eftir þeim? Það eru bara margar spurningar og áhyggjur sem þarf virkilega að létta á…“

Þá skrifar einn karlmaður athugasemd og er ekki bjartsýnn: „Skólarnir hafa aldrei, og munu aldrei gera neitt! Af hverju eru gerendur og sérstaklega foreldrar þeirra aldrei opinberaðir?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -