Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sveppirnir hjálpa Gústa kokki í daglegu lífi: „Ég sat bara með þennan sársauka í fjóra klukkutíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu er enginn annar en kokkurinn, lífskúnstnerinn, alkinn og fyrrum áhrifavaldstvítarinn Gústi „Chef“ Eyrúnarson. Hér er brot úr viðtalinu.

Enginn vímaður af míkróskömmtum

Það verður að vera skýrt þegar fólk er að taka míkróskammta af sveppum að það sé þannig að fólk finni engin áhrif. Gústi komst að því að 0.2 grömm er hans skammtur því í um leið og hann fór upp fyrir hann þá fór hann að finna fyrir kitli og að taugakerfið væri tekið við. Í fyrsta skiptið sem hann tók stóran skammt gerði hann það einn og þá eitt gramm. Í því ferðalagi segist hann hafa farið inn í sársaukann sem knúði hann í þetta ferðalag. Þar fékk hann að upplifa þennan nístandi ótta við höfnun og sársaukann sem hlýst af því að vera dæmdur. Í kjölfarið segist hann vera farinn að upplifa sársauka á allt annan hátt en hann hefur áður gert, með meira hlutleysi, sjálfbærni og næmni.

„Það kom eitthvað sem olli mér mjög miklum sársauka og ég fór að hugsa „af hverju er þetta að meiða mig svona mikið? Einhver segir eitthvað og ég er bara miður mín“,“ útskýrði Gústi og hélt áfram: „Þannig að ég fór heim og tók eitt gramm af sveppum og svo sat ég bara með þennan sársauka í fjóra klukkutíma.“ Gunnar spurði hann hvað hefði komið út úr því. „Sko, ég hef verið mikill aðdáandi Trent Reznor síðan ég var 17 ára, sérstaklega eitt lag með honum. Og ég fór bara í þann ungling sem er svona ofboðslega sannfærður um að sársaukinn sé bla dí bla og höfnunin sé endalaus. Þá var ég að sannfæra mig um að ekkert skipti máli en núna, hérna meginn er ég alveg jafn sannfærður um að ekkert skipti máli af því að allt skiptir máli, eða svona, já,“ sagði Gústi og brosti en hann er þarna að tala um hið ódauðlega lag Hurt með Nine Inch Nail en Johnny Cash gerði lagið að sínu seinna meir. „Það skiptir engu máli hvað fólki finnst um þig og skiptir engu máli hvað þú ert að gera og hver þú ert. Og það skiptir engu máli þegar einhver sé reiður við þig ef þú gerðir ekkert af þér, skilurðu.“

Sambandið við pabba betra

Hann segist svo síðan þetta fengið að prófa nokkur efni og svona serómóníur tengdar þeim og upplifir mikið þakklæti tengt því. Í einni athöfninni drakk hann katkus en fann í raun aldrei neitt nema að heila fimm daga á eftir fann hann á magasvæðinu, svona frá hjartanu og niður í maga, tilfinningarsvið sitt vakna. Hann fór að upplifa þenna ólýsanlega kærleik í garð pabba síns sem hann hafði haft í erfiðum samskiptum við lengi vel. Upp frá þessu fór viss heilun af stað í samskiptum hans við pabba hans sem varð til þess að þau fóru batnandi.

- Auglýsing -

Gústi segist hafa upplifað alveg stórkostlegar upplifarnir í þessum ferðalögum sínum. Hann segir að í augnablikinu sem hann fær þær sé hann alveg bergnuminn en samtímis séu þær sjálfsagðar og eðlilegar og ekkert merkilegar án þess að hann sé til í að gera lítið úr þeim. Gunnar spyr hann hvort honum finnist að hafi verið á þessum slóðum áður og Gústi svarar því játandi hiklaust.

Alveg sama um álit annarra

Mamma Gústa hefur fengið að sjá og upplifa breytingarnar á Gústa og hann segir að hún einfaldlega geti ekki annað en grátið yfir breytingunum sem hann hefur orðið fyrir síðan hann fór að nota sveppinn. Gústi segist upplifa mikið þakklæti og að hann hafi ekkert að fela, foreldrar hans vita hvað sé í gangi sem og barnsmæður hans. Gunnar spyr hann hvort hann óttist ekki að verða dæmdur fyrir þessi ferðalög hans á hugvíkkakandi efnum og hlæjandi svarar Gústi því þannig að hann haldi að hann hafi verið dæmdur fyrir miklu verra hluti en þetta fram að þessu. „Ég sat fyrir á klámblaði um aldarmótin, skilurðu. Mér er alveg sama. Það kemur stundum svona „ætti ég að vera að pæla í því?“ en svo bara nei, mér er alveg sama.“

- Auglýsing -

Hvað varðar síendurtekin ferðalög á mismunandi efnum ólíkt kannski hvernig þetta fer fram í afmörkuðum sellum víðsvegar um heiminn segist Gústi vera afar þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í hinum og þessum athöfnum með ýmsum efnum en haldi að sveppurinn sé komin til að vera lífi sínu.

Þennan ljúfa og upplýsandi þátt má sjá í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan sem og að Þvottahúsið má finna á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -