Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Frásögn Margrétar af misþyrmingum á fósturheimili: „Ofbeldið á þessu heimili er efni í heila bók.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ljósi umræðunnar um hið alræmda barnaheimili á Hjalteyri vill Margrét Esther Erludóttir, sem vistuð var á fósturheimilum í æsku, minna á sögu sína. Þessu greindi DV frá í gærkvöldi.

Saga Margrétar var á sínum tíma skrásett af Evu Hauksdóttur í Kvennablaðinu. Sömuleiðis hefur Kveikur fjallað um mál hennar.

Margrét hefur um langa hríð barist fyrir því að fósturheimili sem hún var vistuð á verði tekin til rannsóknar af Vistheimilanefnd, sem meðal annars rannsakaði starfsemi Breiðavíkurheimilisins og Kópavogshælis. Sama nefnd kaus að rannsaka ekki barnaheimilið á Hjalteyri. Hún segir að enginn munur sé á að verða fyrir ofbeldi á einkaheimili og á ríkisreknu vistheimili.

Margrét lýsir skelfilegum aðstæðum og grimmilegri meðferð sem hún mátti þola á slíkum fósturheimilum.

„Ofbeldið og kúgunin á þessu heimili er efni í heila bók. Það voru engar venjulegar refsingar sem viðgengust þarna; við vorum svelt og okkur var misþyrmt, við vorum t.d. lamin með hrossapísk.  Ég á eingöngu vondar minningar frá þessum stað. Sem dæmi um meðferðina var viskustykki vafið um hálsinn á mér og ég látin hanga í því. Einu sinni var ég lamin með naglaspýtu í bakið og bóndinn nauðgaði mér margsinnis. Fólk trúir þessu ekki. Ég sagði frá þessu heimili á Facebook og fékk það framan í mig að ég væri bara að ljúga þessu upp. En það vill svo til að það eru vitni að þessu og ég var ekkert sú eina sem var misþyrnt. Einn drengurinn var einu sinni berháttaður og látinn sitja í vatnsbala úti í kuldanum fram á nótt. Þessi drengur fyrirfór sér síðar.“

Datt ekki í hug að hægt væri að fá hjálp

- Auglýsing -

„Við börnin, sem vorum vistuð þarna, töluðum stundum saman um það hvernig við gætum flúið en símtölin okkar voru hleruð og við vissum að okkur yrði refsað harðlega ef við reyndum að strjúka. Börn sem er farið svona illa með brotna niður. Manni datt ekkert í hug að það væri hægt að fá hjálp.

Margrét segir að fólk hafi augljóslega haft vitneskju um það ofbeldi og misþyrmingar sem viðgengust á heimilinu.

Nágrannarnir vissu samt að það var eitthvað mikið að á þessu heimili. Þegar húsbóndinn nauðgaði mér í annað eða þriðja skiptið kom maðurinn á næsta bæ að og stoppaði hann. Þau voru öll á fylliríi og þessi nágranni kom að honum þar sem hann var að nauðga mér. Hann hreinlega dró hann frá mér.“

- Auglýsing -

Átaklega sögu Margrétar, skrásetta af Evu Hauksdóttur, má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -