Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Tekur fréttamenn til bæna fyrir óhlutdrægni: „Ríkisútvarpið boðar samkennd með yfirstéttinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þau þrjú síðustu sem hafa dáið úr konungsfjölskyldunni bresku höfðu að meðaltali lifað í 99 ára. Þetta er lítið úrtak og varasamt að draga of miklar ályktanir af því. En þetta fólk býr augljóslega við góðan kost.“

Þetta skrifar Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, en hann hjólar í RÚV fyrir óvenju jákvæðar umfjöllun um Elísabetu, drottningu breska heimsveldisins. Hann bendir á að heppni hafi ekki ráð því hve lengi hún lifði.

„Lífslíkur í Bretlandi eru nú um 81 ár. En aðeins um 74 ár hjá fátækustu tíundinni. Á meðan best setta tíundin getur búist við að ná nærri 84 ára aldri. Og 99 ár síðan hjá toppnum, fólkinu sem á allt til alls og almenningur ber á höndum sér. Fátækasta tíundin, 6,7 miljón manns, myndi lifa tíu árum lengur ef hún fengi að búa við sama öryggi og velsæld og best setta tíundin. Þetta er mannfórn upp á 67 milljón mannár. Og henni linnir ekki að óbreyttu kerfi því það fæðast sífellt ný börn inn í aðstæður sem halda þeim fátækum fram á grafarbakkann, þræla þeim út og slíta. Þessi börn deyja of snemma, en lifa líka skemur við góða heilsu. Að meðaltali missir fátækasta tíundin heilsuna vegna erfiðis og ills aðbúnaðar áður en hún kemst á eftirlaunaaldur. Eftir áratuga þrælkun tekur við stutt sjúkrahúslega og dauði.“

Gunnar Smári segir að nær væri fyrir Breta að horfast í augu við sögu sína. „Yfirstéttinni í Bretlandi tekst að viðhalda þessu drápskerfi með því að ráðast gegn allri samkennd með þeim sem standa verst, en magna þess í stað upp ríka samkennd með þeim sem hafa það allra best. Nú hefur verið fyrirskipuð þjóðarsorg í Bretlandi vegna þess að 96 ára kona sofnaði svefninum langa. Nær væri að þjóðin horfðist í augu við hinn raunverulega harm sem hún býr við, tilgangslausar mannfórnir hins grimmilega þjóðskipulag,“ segir gunnar Smári.

Hann segist þó hafa skilning á viðbrögðum margra sem syrgja drottninguna. „En auðvitað má skilja þessi viðbrögð Breta. Svo til allir íbúarnir hafa búið við það alla sína tíð að Elísabet drottning hafi verið kynnt þeim sem nánast hluti fjölskyldunnar. Flestir Breta vissi betur af fæðingu barna í konungsfjölskyldunni en barna sem fæddust í næsta stigagangi, þurftu að hlusta og horfa á endalausar frásagnir af þessu fólki sem gerir ekkert og engum kemur í raun við,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir þó óskiljanlegt hvernig fréttafólk á Íslandi hagi sér. „En það er fullkomlega óskiljanlegt að fréttafólk Ríkisútvarpsins í lýðveldinu Íslandi mætti svartklætt til að lesa fréttir af andláti Elísabetar. Það væri nær að fréttamennirnir væru með sorgarborða alla daga yfir misskiptingunni í Bretlandi og mannfórnum hinnar spilltu yfirstéttar þar. Og svo sem í mörgum öðrum löndum. Líka hér,“ segir Gunnar Smári.

- Auglýsing -

Hann segir þetta pólitíska yfirlýsingu hjá fréttafólki. „Lýðræðið byggir á jöfnuði, að allt fólk sé jafnt og búi við sama rétt. En líka að allir eigi sama rétt á virðingu og helgi. Lýðræðið byggir á formlegum reglum, en líka siðum og venjum. Og það að flytja hingað inn viðbrögð breska ríkisútvarpsins, að fella alla dagskrá samstundis í sorgarbúning þegar drottningin fellur frá, er ekki um góða siði eða sjálfsagðan virðingarvott, heldur er þetta pólitísk yfirlýsing fréttafólksins um að við skulum feta sömu braut og breska yfirstéttin hefur markað, sýna þeim sem þjást vegna óréttlætis samfélagsins engan samhug en þjálfa með okkur samkennd með þeim sem ekkert skortir.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -