Þriðjudagur 23. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Telja að Pólverjinn hafi verið stunginn til bana: „Áverk­ar á mann­in­um sem benda til þess“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem fannst látinn í Hafnarfirði í gærmorgun er talinn hafa verið stunginn til bana. Áverkar á líki mannsins gáfu slíkt í skyn að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar.

„Það voru áverk­ar á mann­in­um sem benda til þess að þeir hafi verið veitt­ir af öðrum ein­stak­lingi,“ seg­ir Grím­ur Gríms­son í sam­tali við mbl.is, aðspurður hvers vegna lögreglan telji að um morð sé að ræða. „Við göng­um út frá því að það hafi verið notaður hníf­ur til þess að stinga hann,“ bætti Grím­ur við. Ekki vildi hann tjá sig um það hvort morðvopnið sé í haldi lögreglu.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum rannsakar lögreglan andlát pólsks manns á fimmtugsaldri en hann fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Það var á sjötta tímanum í gærmorgun sem lögreglu barst tilkynning um andlátið.

Er viðbragðsaðilar komu að var hinn látni án meðvitundar utandyra en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Taldi lögreglan að hann hafi verið myrtur.

Pólskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags, af Héraðsdómi Reykjaness, vegna gruns um að hafa ráðið manninum bana. Í upphafi voru tveir menn í haldi lögreglu en annar þeirra var svo sleppt en lögreglan krafðist einungis gæsluvarðhalds yfir öðrum þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -