Laugardagur 30. september, 2023
8.1 C
Reykjavik

Telur aðgerðir lögreglu hafa heppnast vel: „Það var eng­inn aðsúg­ur gerður að okk­ur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Aðstoðaryfirlögreglustjóri telur að aðgerðir lögreglu hafi endað vel.

Anahita Babaei og Elissa Biou sem höfðu hlekkjað sig við hvalveiðiskip í gærmorgun eru nú komnar niður. Þær hafa verið kærðar fyrir húsbrot og voru færðar til skýrslutöku eftir að þær komu niður. Kristján Helgi Þrá­ins­son aðstoðar­yf­ir­lög­reglu­stjóri sagði í samtali við mbl.is að aðgerðir lögreglu hafi heppast vel og konunum heilsaðist vel.

„Þær voru bara ánægðar að koma niður. Vita­skuld voru þær pín­ú­lí­tið ringlaðar eft­ir að hafa verið í þetta lang­an tíma í möstr­un­um en þær voru sátt­ar eft­ir að hafa fall­ist á boð okk­ar um að koma niður. Við buðum þeim vatn og gos um leið og þær komu niður en reynd­ar hafði önn­ur þeirra fengið Coca Cola þegar hún var uppi. Það má því segja að þetta endað eins vel og gat gert. Það er alltaf hætta á slys­um við þess­ar aðstæður en sem bet­ur sluppu all­ir heil­ir,“ sagði Kristján um málið.

Eitthvað var um stympingar við örfá mótmælendur en Kristján sagði að það hafi ekki verið alvarlegt.

„Það var eng­inn aðsúg­ur gerður að okk­ur og það var bara klappað fyr­ir þeim þegar þær skiluðu sér til baka.“

„Þær reynd­ust í ágætu standi. Í fram­hald­inu er svo skýrslu­taka af þeim og þær verða svo látn­ar laus­ar. Þannig verður ferlið nema eitt­hvað óvænt komi upp á,“ sagði Kristján að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -