Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Tengir saman læsi barna og listamannalaun: „Augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Niðurstöður hinnar alræmdu PISA könnunar voru kunngjörðar í gær en þar fékk lesskilningur íslenskra barna falleinkunn. Andri Snær Magnason setur niðurstöðuna í samhengi við listamannalaun.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann talar um niðurstöðu PISA könnunarinnar um læsi og lestur barna en íslensk börn komu afar illa út úr henni. Setur rithöfundurinn þetta í samhengi við listamannalaunin sem var úthlutað í vikunni. „Það eru hins vegar aðeins tveir íslenskir barnabókahöfundar sem fá svokölluð „full árlaun“ í ár, þegar ég skrifaði Tímakistuna var ég sá eini,“ skrifar Andri Snær og heldur áfram: „Samtals eru um 12 höfundar með „full laun“ árið 2024 til að skrifa á íslensku, en það er 500.000 króna verktakagreiðsla sem jafngildir um 355.466 kr. í föstum launum skv. reiknivél BHM, ígildi hálfra kennaralauna. Aðrir fá 9, 6 eða 3 mánuði. Starfsöryggi er ekkert, uppsagnarfrestur enginn og jafnvel þótt þú hafir fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs geturðu verið kominn upp á guð og gaddinn upp úr miðjum aldri.“

Bendir hann ennfremur á að 70 íslenskir rithöfundar skipti nú á milli sín 270 milljónum, sem sé sirka kostnaður við 15 framhaldsskólakennara. „Þessir eintaklingar þurfa síðan að sitja undir óhróðri við árlega úthlutun og helst þakka fyrir sig. Við þurfum að skrifa og þýða bækur fyrir 100.000 börn og ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn um bókstaflega allt milli himins og jarðar, himingeiminn, ævintýri, ást og Íslandssöguna.“ Þá segir Andri Snær að það fari tugmilljarðar í að kenna lestur og læsi en næstum ekkert í að styðja þá sem búa til efni sem er skemmtilegt að lesa „ef við ætlum okkur í alvöru að orða heiminn á íslensku.“

Að lokum talar hann um orsakir á lélegu gengi í PISA könnuninni. „Orsakir slakrar Pisa könnunar eru margvíslegar, tiktok, playstation og iphone eiga sín prósentustig, foreldrar eru líka í símanum, en það er augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina. Enn og aftur 13.000 manns í vinnu sem byggir á læsi, tveim tryggð full vinna til skrifta. Það er augljós skekkja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -