Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Þær voru 15 og 16 ára þegar Auður byrjaði: „Af hverju stendur Bubbi ekki við bakið á okkur?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég er með „Með þér“ tattúverað á höndina á mér, eitt af hans lögum, sem mér finnst svo fallegt. Ég var líka að vinna uppi í Borgarleikhúsi á sýningunni hans, Níu líf. Þar kemur til dæmis fram að hann sjálfur hefur lent í kynferðisofbeldi. Ég trúi honum, við trúum honum, við stöndum við bakið á honum. Af hverju stendur Bubbi ekki við bakið á okkur, þegar við komum fram með okkar sögu?“

Þetta segir Katla Ómarsdóttir í viðtali við Stundina en hún er ein af þremur konum sem stíga fram í blaðinu og segjast hafaorðið á barðinu á tónlistarmanninum Auður, eða Auðuns Lútherssonar. Ásamt Kötlu stíga Thelma Tryggvadóttir og Ýr Guðjohnsen fram.

Þær segjast koma nú fram vegna þess að þær telja að Auður hafi ekki axlað ábyrgð á gjörðum sínum. Hann hafi aldrei beðið þær afsökunar og einnig hafi hann reynt að draga úr alvarleika þess sem gerðist. Hann hafi sjálfur talað um að hafa „farið yfir mörk“ meðan þær segjast haf þurft að leita sér aðstoðar vegna afleiðinganna

Ein þeirra var 16 ára þegar atvikið átti sér stað meðan önnur var fimmtán ára, í efsta bekk í grunnskóla, þegar Auðunn hafði fyrst samband við hana. Þær fara ekki í smá atrið á því hvað gerðist en  en lýsa þó áreitni af hálfu Auðuns, um mislangan tíma.

Ýr segir Auðunn hafa haft samband eftir að hegðun hans rataði í fjölmiðla. Hann hafi þó ekki beðist afsökunar. Hún segir: „Hann hefur aldrei komið til mín og beðist afsökunar. Hann hefur haft samband við mig en hann hefur ekki beðist afsökunar. Þetta var eitthvert samtal, hann vildi vita mína upplifun en hann vildi ekki veita henni viðurkenningu. Það fór bara í hringi þar til ég þurfti að rekja kvöldið fyrir honum. Þá fékk ég nóg. Hann hætti þá að svara mér, það var fyrir rúmu ári. Síðan hef ég ekkert heyrt frá honum, hann er búinn að blokka mig á Instagram. Síðan sá ég bara þetta viðtal.“

Nánar má lesa um málið í Stundinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -