Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Þorsteinn hefur áhyggjur af Miðfjarðará: „Við náum náttúrulega aldrei að hreinsa allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Veiðifélags Miðfjarðarár er ekki bjartsýnn á ástandið sem myndast hefur í ánni.

Mikið hefur verið um að eldislaxar séu að sleppa í ár á undanförnum mánuðum og hafa fundist slíkir í Miðfjarðará. Artic Fish hefur gefið það út að það muni senda kafara til að fanga strokulaxa í ánum en Þorsteinn Helgason er ekki bjartsýnn á árangur þess.

„Það er nú svo sem ekki nema eitt orð: Okkur líst alveg skelfilega á þetta. Og sjálfsagt ekki allt komið í ljós ennþá. Það er alveg fiskur að streyma ennþá inn. Við sáum í gær einhverja tólf fiska sem við ætluðum svo að ná í gærkvöldi en þá voru þeir farnir áfram eitthvað og við töpuðum af þeim,“ sagði Þorsteinn Helgason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár, í samtali við RÚV og hefur Fiskistofa hefur lagt til að veiðitímabilið verði framlengt til að hægt sé að ná fleiri strokulöxum.

„Það er bara vandamálið að hann tekur verr á stöng heldur en villti laxinn. Og haustin geta nú verið alla vegana í veðráttu þ.a. ég er nú ekkert viss um að það hjálpi mikið hjá okkur. Það getur hjálpað sums staðar annars staðar. Og svo náttúrulega er alltaf líka mínus að þurfa að fara í einhverjar aðgerðir rétt fyrir hrygningu á villta fiskinum. Það er ekki gott. En við þurfum náttúrulega að reyna að ná þessu svona sem allra mestu úr. Við náum náttúrulega aldrei að hreinsa allt, við vitum það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -