Sunnudagur 1. október, 2023
8.7 C
Reykjavik

Una hugsar um jólagjafir allt árið: „Ég er ekki nógu dugleg“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Una Sighvatsdóttir. Una er 34 ára og býr í Mosfellsbæ með Jóni Kort ásamt tveimur börnum þeirra. Hún er deildarstjóri frístundar í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ og dýrkar starfið. Una elskar að útiveru, ferðlög og eyða tímanum með fjölskyldu og vinum.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu? 

Ég viðurkenni að ég er ekki nógu dugleg að gera það. Það hefur alveg komið fyrir en ég þarf klárlega að bæta mig í því. 

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum? 

Ég reyni mitt besta til að plana vikuna fyrirfram og gera innkaupalista út frá því. Svo þarf ég að sjálfsögðu að halda mig við listann þannig að það læðist ekkert í körfuna sem vantaði ekki á heimilið. Mér finnst líka mjög þægilegt að gera stóra rétti í einu svo ég geti fryst afgangana og nýtt þá seinna. 

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra? 

- Auglýsing -

Ég reyni mitt allra besta til að endurnýta. Það eru þá helst föt sem eru endurnýtt á mínu heimili. Við erum mjög heppin að hafa fengið mikið gefins af barnafötum frá fjölskyldu og vinum. Svo höfum við að sjálfsögðu keypt alls konar í Barnaloppunni. Ég hef svo sjálf verið með bás í bæði Barnaloppunni og Extraloppunni til og fengið ágætis summu út úr því. Mitt besta ráð til annarra er að skella sér í hóp á facebook sem heitir „Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu“. Þar getur maður oft auglýst alls konar dót sem aðrir geta endurnýtt. 

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir? 

Ég vil helst að matvaran mín endist sem lengst svo ég þurfi að fara sem sjaldnast í búðina. Ég reyni líka að kaupa mér föt sem er hægt að nýta sem hvers dags en líka hægt að vera í þeim þegar maður fer eitthvað fínt. Ég er oftast búin að pæla mikið í gjöfum sem ég kaupi því ég vil að þær nýtist sem best á sama tíma og viðkomandi verður glaður með gjöfina. Ég er til dæmis með „excel“ skjal sem ég hef nýtt í mörg ár þar sem ég skrifa inn jólagjafahugmyndir þegar einhver í kringum mig nefnir eitthvað sem hann langar í eða vantar. Þannig get ég keypt gjafir á tilboðsdögum sem ég veit að verða notaðar. 

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á? 

Líklega alls konar barnadóti sem mér finnst mjög sniðugt þegar ég sé það á netinu. 

Skiptir umhverfisvernd þig máli? 

Að sjálfsögðu skiptir það mig og okkur öll máli. 

Annað sem þú vilt taka fram? 

Hamingjan fellst ekki í því að eiga dýrasta og flottasta dótið. Verum dugleg að nýta hlutina okkar vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -