Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Ung ofurölvi stúlka hvarf í nótt eins og jörðin hefði gleypt hana – Gunnar skelkaður í Vesturbænum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður Pírata, segist á Facebook hafa orðið fyrir óhugnanlegri lífsreynslu í nótt. Hann var í Vesturbænum í heimsókn hjá félaga þegar ung stúlka, viti sínu fjær, varð á vegi hans. Hann og vinur hans reyndu að aðstoða hana en meðan Gunnar var að ræða við lögregluna í síma hvarf stúlkan. Gunnar segist hafa verulegar áhyggjur af henni nú.

„Óhugnanleg upplifun í kvöld. Heimsótti vin í vesturbænum og vorum að reykja sígarettur fyrir utan þegar ofurölvuð ung stúlka mætir á svæðið og getur ekki gert grein fyrir sér nema að takmörkuðu leyti. Hún þáði vatn og áfengi en var mjög ringluð svo við ákváðum að vera áfram úti til að sjá til þess að hún kæmist heim til sín, sem hún sagði að væri rétt hjá,“ segir Gunnar Hrafn.

„Svo missir hún ítrekað meðvitund, og ég tek púlsinn á henni sem er veikur. Við náum að vekja hana og gefa henni vatn en hún var alveg stjörf og gat ekkert sagt um hvar hún ætti heima nema að það væri í næsta nágrenni.“

Menn ákváðu þá að reyna að koma stúlkunni heim til sín. „Tveir vinir mínir styðja hana á lappir og hjálpa henni að leita að húsinu sínu, sem virtist takast, en hún fann engla lykla og féll síðan fram fyrir sig á grófa möl beint í andlitið. Ég tók aftur púls og hann var orðinn veikari, svo ég hringdi strax í 112. Þeir sendu lögreglumenn og sjúkraliða en á meðan ég var að lýsa aðstæðum hafði stúlkan með einhverjum hætti komist yfir í næsta garð,“ segir Gunnar Hrafn.

Hann sá hana ekki aftur. „Ég reyndi að tala við lögguna og elta hana á sama tíma en skemmst er frá því að segja að ég missti af henni í einhverjum garði, kallaði nafn hennar endalaust (sem byrjar á K, ef einhver kannast við) en það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Ég vona svo innilega að hún liggi ekki í einhverjum garði núna heldur hafi fengið hjálp, lögreglan lofaði að leita að henni í hverfinu,“ segir Gunnar Hrafn.

Hann bætir svo við að samstarfsmaður hans af Alþingi hafi orðið vitni að þessu öllu. „Fyrir einskæra tilviljun var fyrrverandi kollegi minn af Alþingi vitni að hluta af þessari atburðarás en hann nafngreinir sig bara ef hann vill. Hann má eiga það að hann sá þrjá fullorðna karlmenn berandi unga stúlku yfir götuna og vildi vita hvað var í gangi. Við þurfum öll að vera meðvituð um hættuna sem fólk, sérstaklega stúlkur, standa frammi fyrir í dag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -