Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Ungir íslenskir menn í skítugum nærbuxum í sundi: „Svitinn hefur lekið niður bakið í rassaskoruna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir skítugar nærbuxur vera vandamál í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins.

Undanfarin ár hefur borið á því að ungir menn hafi farið í sund í óhreinum nærbuxum undir sund- og stuttbuxum og fjallaði Mannlíf um málið í júlí. Mikil umræða var í sumar um þetta hátterni á spjallsíðunni Reddit þar sem ýmsar mögulegar ástæður fyrir þessu voru ræddar. Einhverjir spjallverjar veltu fyrir sér hvort um túrista væri að ræða en flestir virðast sammála um að Íslendingar séu aðalsökudólgarnir í þessum efnum.

„Þetta er menning hjá ungum drengjum,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Mannlíf. „Ég veit ekki hver yngsti aldurinn er en þetta eru ungir drengir frá svona 14-15 upp í 25-27. Ég hef alveg rætt við drengi sem segjast vera í hreinum nærbuxum en þú þarft að vera í viðurkenndum fatnaði samkvæmt reglugerð og nærbuxur eru ekki viðurkenndur sundfatnaður.“ 

„Ég hef verið að taka stöðuna á gæðum vatnsins. Það er alveg heilnæmt, ennþá, vatnið en þetta hefur mjög slæm áhrif, mjög hratt, á heilnæmi vatnsins. Við erum alltaf að benda á túristana og ég hef þá frekar viljað benda á það hvar grunnvandinn okkar heima fyrir liggur. Svo gengur „staffi“ illa að fá drengi til að fara eftir þessu,“ sagði Árni um áhrifin sem þetta hefur á vatnið.

En er vandamálið bundið við höfuðborgarsvæðið?

„Þetta er suðvesturhornið veit ég. Ég reyndar held að eins og í stóru laugunum eins og á Akureyri sé þetta alveg vandamál. Þetta er bara einhver bylgja. Þú lætur sjá í buxunastrenginn, hvort sem það heitir Calvin Klein eða eitthvað,“ sagði forstöðumaðurinn. „Ég var í Úlfarsárdalnum og þá komu einhverjir sem eru að spila í utandeildinni, þetta eru strákar 23, 24, 25 ára, þeir eru bara í nærbuxunum í stuttbuxunum. Beint í sturtu, skola aðeins ofan í nærbuxurnar. Þarna er, eins og Snorri í Skálatúni hefur bent á, að með hverjum einstaklingi sem fer ekki í sturtu sem fer ofan í laugina er gert ráð fyrir um 1,4 grömm af skít komi í laugina. Þú getur ímyndað þér hvað mikill skítur er að koma með hverjum dreng sem kemur beint af æfingu þar sem svitinn hefur lekið niður bakið í rassaskoruna, sem hreinsast vel þarna í nærbuxurnar, og svo hreinsa þeir nærbuxurnar í heita pottinum þar sem ég er að reyna baða mig,“ sagði Árni og viðurkennir að þetta sé erfitt vandamál til að glíma við.

- Auglýsing -

„Stundum erum við pínulítið ráðþrota en stundum erum við samt með ráð við ýmsu.“

„Þetta er umhugsunarefni, hvaðan kemur þetta?“ velti Árni fyrir sér í samtali við blaðamann. „Ég pínu klóra mér í hausnum. Auðvitað er þetta grunnurinn í samfélaginu okkar, við erum ekki að taka á ákveðnum hlutum. Ég hef stundum bent á að þetta stundum fylgi hópíþróttum. Ég ætla ekki að segja þetta séu eingöngu þeir, ég sé þetta sérstaklega þaðan.“

„Svo er ég svo oft að heyra umræðuna hjá hinum almenna gest hjá okkar. „Þessir túristar, þessir túristar“,“ sagði Árni þegar hann var spurður út í þær vangveltur sem voru á Reddit að þetta væru túristar. „Þeir eru ekki stóra áskorun okkar í dag. Mig langar svo að við náum að breyta okkar ungu drengjum í það að koma fram af kurteisi og virðingu. Þetta að mæta í nærbuxum í laug er vanvirðing við alla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -