Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Vilhjálmur segir svigrúm til veglegra launahækkana: „Allt tal um annað er innantómt kjaftæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir ljóst að mikið svigrúm sé til launahækkana í aðdraganda kjarasamninga á næstunni. Hann vísar í frétt Vísis þar sem greint er frá því að innlán íslenskra fyrirtækja hjá bönkum sjalda eða aldrei verið meiri. Allt tal um svigrúm sé því þvæla.

„Eins og alltaf í aðdraganda kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði ómar að ekkert svigrúm sé til staðar.  Þannig hefur það alltaf verður og mun aldrei breytast og gildir engu hvort um uppsveiflu eða niðursveiflu sé um að ræða í íslensku efnahagslífi.

Þessi frétt inná Innherja staðfestir svo ekki verður um villst þann uppvöxt sem er hjá íslenskum fyrirtækjum um þessar mundir.  Eins og kemur fram í þessari frétt þá er ekkert lát er á miklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja en frá því um vorið 2021 hafa þau aukist að umfangi í bankakerfinu um nærri fimmtíu prósent,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir að þetta sýni vel fram á að íslensk fyrirtæki geti vel hækkað laun. „Í lok síðasta mánaðar námu innlán atvinnufyrirtækja rúmlega 677 milljörðum króna og hafa þau aukist um 81 milljarð frá áramótum, eða sem nemur tæplega 14 prósentum. Það kemur líka fram í þessari frétt að Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Analytica, sagðist  telja þann mikla vöxt sem hefur verið í innlánum fyrirtækja á síðustu misserum vera birtingarmynd uppgangs í atvinnulífinu frá því á síðasta ári. Það er ljóst að það er klárlega svigrúm til launahækkana allt tal um annað er innantómt kjaftæði eins þessar tölur sýna og sanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -