Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Yfirlýsing Anítu Rutar: „Fólk er tekið af lífi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum við hið minnsta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í ljósi liðinna atburða og fréttaflutnings vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ svo hljóðar upphaf fréttatilkynningar sem barst Mannlífi frá Anítu Rut Harðardóttur. Tilkynningin barst í kjölfar fréttaflutnings er dómur féll í máli Anítu Rutar gegn íslenska ríkinu og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Ný fallinn dómur olli mér vonbrigðum en kom ekki á óvart í ljósi þess hvernig umræðunni er stýrt í þessu þjóðfélagi. Fólk er tekið af lífi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum við hið minnsta og orð gagngert tekin úr samhengi til að búa til fyrirsagnir eða sniðug tíst. Fréttirnar skapa klikk og auglýsingatekjur og tístin gefa tístaranum boðefna innspýtingu. Réttlætisriddarar skreyta sig fölskum dyggðum. Öllum er slétt sama um hið sanna svo lengi sem tístið fær læk.

Mannauðsstjóra lögreglunnar tókst að taka orð mín úr samhengi fyrir rétti. Þar var því haldið fram að ég hafi verið að veitast að þolendum og að ég þar af leiðandi standi ekki með þeim og komi óorði á lögreglu. Þetta eru fráleitar ásakanir. Þá tel ég nauðsynlegt að leiðrétta og koma á framfæri að það er með ólíkindum að þurfa hlusta á fólk ljúga fyrir dómi og halda því fram að ég sé á sömu launum og með sama yfirmann og áður. Hvort tveggja er rangt og kyrfilega skjalfest. En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru meiningar mínar teknar úr samhengi og rangtúlkaðar af aðilum sem virðast vera að leggjast á eitt um að láta mig líta illa út. Auk þess eru mér lögð orð í munn. Ég er í starfi þar sem ég þarf alltaf að gæta hlutleysis, ég get ekki leyft mér að taka ákvarðanir útfrá einhliða frásögnum, skiptir ekki máli hvers kyns málið er. Við þurfum ávallt að vera hlutlaus í okkar störfum. Við getum ekki sem lögregla handtekið menn eftir pöntunum. Að frelsissvipta einstakling er mikið inngrip og gríðaleg ábyrgð fylgir þeirri ákvörðun. Við sem lögreglumenn þurfum alltaf að taka tillit til allra og gæta fyllsta hlutleysis. Þetta þýðir ekki það að ég standi ekki með þolendum, heldur fylgi ég lögum og reglum, tek upplýstar ákvarðanir varðandi mína vinnu, sem eru síðan allar skjalfestar og aðgengilegar.

Ég er með 23ja ára reynslu við löggæslustörf við allskonar mögulegar og ómögulegar aðstæður sem ég óska fólki ekki að upplifa. Það að túlka mín orð svona ranglega hljómar fyrir mér sem einsettur ásetningur fólks sem elskar að hata aðra og berja sjálfu sér á brjóst með ímyndaðri réttsýni. Þetta er fólk sem í raun er að skemma líf annara og upphefja sig sjálft í leiðinni. Hvað er það annað en narsisísk gervi góðmennska? Að þykjast vera góður og réttsýnn út á við, til þess eins að upphefja sjálfan sig. Við höfum öll séð slíka einstaklinga hafa sig í frammi á samfélagsmiðlum að undanförnu oft með skelfilegum afleiðingum. Fyrir mér þýðir niðurstaða umrædds dóms kannski eitt núll fyrir siðblindum narsisisstum en ég held að okkur sé óhætt að spyrja að leikslokum. Þjóðfélag okkar á að vera byggt á lögum og reglum en ekki dómstóli götunnar.

Ég held að flest séum við sem betur fer farin að átta okkur á að hér hafi ríkt ákveðið sturlunarástand undanfarin misseri og nú sé tími til kominn til að vakna upp af þessum sofandahætti. Ég er með öllu ósammála niðurstöðu þessa dóms og held að tíminn muni leiða í ljós ranglæti hans.

Virðingarfyllst

- Auglýsing -

Aníta Rut Harðardóttir


Hér má lesa dóminn í heild

Tengdar fréttir:

Lögreglan skoðar mál Anítu: „Við erum búin að fá ábendingar“

- Auglýsing -

Þórdís gagnrýnir varðstjóra: „Mannréttindi fólks falla ekki úr gildi þótt það sé fullt á djamminu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -