Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Yfirlýsing IKEA vegna Rapyd: „Engin slík sjónarmið bjuggu að baki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir tveimur dögum greindi Mannlíf frá því að IKEA á Íslandi hafi hætt í viðskiptum við fjártæknifyrirtækið Rapyd. IKEA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Vegna frétta um að IKEA á Íslandi hafi slitið viðskiptum við Rapyd um greiðslumiðlun af stjórnmálalegum ástæðum vill IKEA taka fram að engin slík sjónarmið bjuggu að baki við ákvörðun verslunarinnar.

Nokkrir mánuðir eru síðan IKEA samdi við aðra greiðslumiðlun á grundvelli hagstæðari kjara eins og ávallt er leitast við að gera til að halda vöruverði í lágmarki eins og IKEA er þekkt fyrir.

Viðringarfyllst,
IKEA á íslandi,
Stefán Rúnar Dagsson
framkvæmdastjóri“

Rétt er að taka fram að hvergi í frétt Mannlífs er gefin upp ástæða þess að IKEA hætti í viðskiptum við Rapyd. Þá reyndi Mannlíf ítrekað að ná sambandi við Stefán Dagsson, framkvæmdastjóra IKEA,  Guðnýju Aradóttur, verslunarstjóra IKEA og aðra stjórnendur í gegnum tölvupóst og síma til að reyna fá uppgefna ástæðu fyrir því að IKEA hætti í viðskiptasambandi við Rapyd. Þær fyrirspurnir voru hunsaðar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -