Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Íslandsbanki rukkar Ólaf Pál fyrir að taka út eigin peninga: „Mér verður óglatt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég fór í bankann í dag til að taka út 10.000 krónur. Gjaldkerinn benti mér kurteislega á að það kostaði 300 krónur,“ skrifar Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður og viðskiptavinur Íslandsbanka á Akranesi sem var rukkaður fyrir að taka út eigin peninga úr bankanum.

Hann skrifaði reiðifærslu á Facebook vegna þessa og bendir á græðgina sem nær til þess að kroppa í inneignir viðskiptavina.

|
Mynd / Hákon Davíð|Íslandsbanki

„Bankinn geymir launin mín og í raun alla peninga sem ég „á“ á hverjum tíma. Ég lána bankanum peningana mína sem hann lánar áfram með góðum feitum vöxtum á meðan raunvirði peninganna minna rýrnar á reikningnum. Svo er ég rukkaður um 300 kall fyrir að fá aðhentan einn peningaseðil hjá gjaldkera,“ skrifar Ólafur Páll.

Hann hefur lengi verið í viðskiptum við Íslandsbanka á Akranesi og lengst af ánægður.

„Ég hef verið í bankaviðskiptum við Íslandsbanka undanfarin ár. Það er gott útibú á Akranesi og gott starfsfólk sem ég þekki flest með nafni,“ skrifar hann og rifjar upp að Íslandsbanki hagnaðist um 24.5 milljarða í fyrra. „Mér verður óglatt,“ skrifar hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -