2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Íslenska landsliðið í krikket vekur undrun í Ástralíu

Íslenska krikketlandsliðið hefur vakið áhuga ástralska blaðsins Newcastle Herald og virðast menn þar gáttaðir á tilvist liðsins. Viðtal við Jakob Víking Wayne Robertson, fyrirliða og einn stofnanda landsliðsins, var birt á síðu blaðsins í gær en Jakob á rætur að rekja til Íslands og Ástralíu.

Jakob er fæddur og uppalinn í Ástralíu en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Íslands árið 2001, þá 12 ára gamall. Á þeim tíma var ekkert um krikket á Íslandi og lið ekki stofnað fyrr en á árunum 2014-2015, meðal stofnenda voru Abhishek Chauhan og bræðurnir Lakmal og Dushan Bandara. Árið 2015 hófust í fyrsta sinn reglulegar æfingar í krikket og stuttu síðar var Krikketsambandi Íslands komið á legg.

„Í dag eru fimm krikketlið á Íslandi sem keppa sín á milli í íslensku meistaradeildinni,“ segir Jakob við ástralska blaðið og bætir við; „Við höfum keppt á móti Svisslendingum, höfum verið að ferðast á hverju ári síðastliðin fjögur ár, meðal annars til Prag og Englands. Núna erum við komin með vefsíðu og þjálfara. Þetta er að komast á skrið”.

Spurður út í liðið segir Jakob að „Flestir liðsmennirnir eru af erlendu bergi brotnir og hafa flutt til Íslands vegna þess að Íslendingar hafa ekki sýnt íþróttinni jafn mikinn áhuga”.

Íslenska landsliðið krikket lék sinn fyrsta landsleik í Bretlandi um mitt ár 2018. Það var þökk hópfjármögnun og spjallhópi krikketáhugamanna á samfélagsmiðlinum Reddit. Um 300 þúsund krónur söfnuðust á hálfum mánuði samkvæmt frétt RÚV af málinu. Fyrsti landsleikur Íslands var gegn Sviss og fór fram í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef BBC sem fjallaði um liðið árið 2018. Tæplega 470 þúsund söfnuðust að lokum í gegnum hópfjármögnunina en fyrir vikið er Reddit-spjallþráðurinn þar sem áhuginn hófst styrktaraðili liðsins.

AUGLÝSING


Liðið stefnir á ferð til Bretlands í ágúst þar sem keppni milli Póllands eða Tékklands mun fara fram að því er kemur fram í frétt blaðsins. Eru vonir einnig bundnar við að liðið muni taka þátt í Evrópska landsliðsmótinu í ár.

Búningur íslenska landsliðsins í krikket. Mynd: Krikket.is

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is