• Orðrómur

Íslenska lýðveldið er 77 ára gamalt í dag: Svona lítur dagskráin út í Reykjavík

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íslenska lýðveldið fagnar 77. ára afmæli í ár og verða hátíðarhöld í miðborg Reykjavíkur með nokkuð hefðbundnu sniði þrátt fyrir samkomutakmarkanir og tilheyrandi varúðarráðstafanir gegn Covid sem er í öflugri rénun hérlendis. Á viðburðasíðu borgarinnar eru íbúar þá hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu og skreyta heimili og garða með fánum og öðru skrauti í fánalitum.

Dagskráin hefst með morgunathöfn á Austurvelli sem sjónvarpað verður í beinni útsendingu frá RÚV til allra landsmanna, en forsætisráðherra og fjallkonan stíga bæði á svið, ráðherra með ávarp sitt til þjóðarinnar og fjallkonan með sérsamið ljóð, sem verður frumflutt á sviði. Þá leggja nýstúdentar blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði og forseti borgarstjórnar flytur ávarp sitt meðan skátar standa heiðursvakt.

Fjallkonan afhjúpuð í fyrramálið: Skartar Binni Glee skautinu á Austurvelli?

Létt og fjaðurmögnuð stemning verður að sögn borgarinnar allt frá hádegi og fram til kvöldverðar en plötusnúðar þeyta skífum í Hljómskálagarði og á Klambratúni, sirkúslistamenn sýna atriði og veitingar verða boðnar úr matarvögnum í miðborginni. Þá bregða Listhópar Hins Hússins og Götuleikhúsið undir sig betri fætinum, kvennakórinn Vox feminae röltir raulandi um stræti ásamt því sem Ari Bragi Kárason leiðir spilandi og gargandi tríó Brasssveitarinnar um öngstræti og breiðgötur.

Borgaryfirvöld hafa komið þeim tilmælum að borgarbúar virði fjöldatakmörk, eins metra nálægðarmörk og hvetja hátíðargesti til að huga að einstaklingsbundnum smitvörnum og nota andlitsgrímur þegar við á – en dagskráin hefst eins og áður sagði klukkan ellefu á Austurvelli og verður glatt á hjalla fram eftir kvöldi í höfuðborginni.

Ritstjórn Mannlífs óskar Íslendingum fjær og nær til hamingu með daginn, en dagskrá borgarinnar er HÉR

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -