Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ívar Guðmunds missti föður sinn aðeins 12 ára gamall – Drakk lengi vel tvo lítra af kóki daglega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsmaðurinn og hreystimennið Ívar Guðmundsson var undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.

Ívar hefur löngum verið talsmaður heilbrigðs lífsstíls og hreyfingar og hefur unnið að markaðssetningu á ýmsum heilsuvöru. Og skal engan undra, því Ívar á að baki marga Íslandsmeistaratitla úr knattspyrnu og einnig fjölmarga verðlaunapeninga eftir þátttöku á ellefu fitnessmótum, ásamt því að vera einkaþjálfari. Svo óhætt er að segja að kappinn sé uppfullur fróðleiks um heilbrigðan lífsstíl.

Mannlíf komst þó að því að Ívar hefur ekki alltaf verið svona heilsusamlegur, því lengi vel drakk hann tvo lítra af kóki á dag. Mannlíf komst einnig að því að Ívar sér eftir því að hafa ekki reynt að verða atvinnumaður í fótbolta og segir hann mikilvægast í lífinu að vera góð manneskja og koma vel fram við alla.

Fjölskylduhagir? Giftur Dagnýju Dögg Bæringsdóttur og saman telja börnin okkar fimm.

Menntun/atvinna? Grunnskólapróf, er Dagskrárstjóri Bylgjunnar og Dagskrárgerðarmaður líka.

- Auglýsing -

Uppáhalds sjónvarpsefni? Um þessar mundir er það spurningaþátturinn Kviss sem Björn Bragi stýrir.

Leikari? Anthony Hopkins og Julia Roberts eru í mestu uppáhaldi hjá mér.

Rithöfundur? Stefán Máni er minn uppáhalds.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Fer miklu meira í bíó en að opna bók.

Besti matur? Nautalund frá Sælkerabúðinni sem við höfum haft nánast alla laugardaga frá því að covid fór af stað.

Kók eða Pepsí? Coke en drekk lítið af því í dag, drakk svona 2 lítra á dag í mörg ár.

Fallegasti staðurinn? Snæfellsnes er í miklu uppáhaldi og Snæfellsjökull stendur þar efst.

Hvað er skemmtilegt? Þegar við konan tökum okkur til og förum út á land, stundum til að ganga á skemmtilega staði og stundum á hótel til að njóta.

Hvað er leiðinlegt? Hef hætt að láta mér finnast hlutir leiðinlegir, en ég er lítill fundamaður.

Hvaða flokkur? XD.

Hvaða skemmtistaður? Myndi segja Græni Hatturinn á Akureyri. Sem er þó kannski meira tónleikastaður, en frábært að koma þangað.

Kostir? Jákvæðni og ég er bóngóður 😊

Lestir? Ekki handlaginn og óþolinmóður, hef þó lagast með óþolinmæði hin síðari ár.

Hver er fyndinn? Ari Eldjárn og konan mín 😊

Hver er leiðinlegur? Reyni að umgangast ekki leiðinlegt fólk, en Donald Trump kemur upp í huga.

Trúir þú á drauga? Nei en í minningu frá barnæsku man ég eftir að halda að ég hafi séð draug í sveitinni út í myrkrinu, var svaka hræddur þá.

Stærsta augnablikið? Fæðing barna minna er þar efst.

Mestu vonbrigðin? Að hafa ekki reynt að verða atvinnumaður í knattspyrnu.

Hver er draumurinn? Er pínu að upplifa minn draum, vinna í útvarpi var alltaf draumur og eiga góða fjölskyldu.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að halda sæmilegri geðheilsu í covid lokunum 😊 

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Maður setur sér alltaf ný markmið þegar maður nær þeim sem maður setur sér, svo nei

Manstu eftir einhverjum brandara? Afhverju klifraði Elli yfir glervegginn? Til að sjá hvað er hinum megin 😉

Vandræðalegasta augnablikið? Henda þvottavélinni, en komast svo að því sama kvöld að hún var full af verðmætum þvotti. Ég hringdi í stöðvarstjóra Sorpu kl 8.30 að kvöldi og bar mig illa, hann stökk til og hitti mig niður í Sorpu. Við fundum þvottavélina og ég náði í þvottinn, hægt að hlæja að þessu í dag.

Sorglegasta stundin? Föðurmissir 1978.

Mesta gleðin? Mörg gleðiaugnablik en efst í huga er brúðkaup okkar Dagnýjar 29.júní 2019.

Mikilvægast í lífinu? Vera góð manneskja og koma vel fram við alla.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -