Sunnudagur 28. nóvember, 2021
4.8 C
Reykjavik

Jón hvarf á aðfangadag 1987: Kennsl borin á höfuðkúpu með DNA rannsókn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þann 3. október 1994 fannst hluti af höfuðkúpu manns á sandeyrum Ölfusáróss, norðan svokallaðs Nauteyratanga. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm.  Farið var með kúpuna til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og á hennar vegum gerðar þær skoðanir og mælingar sem unnt var miðað við tækni þess tíma.  Ekki tókst að bera kennsl á það hverjum umrædd höfuðkúpa tilheyrði og var hún því sett í geymslu.

Á vefsíðu Lögreglunnar kemur fram að í lok mars á síðasta ári var ákveðið að reyna á ný og var tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar.   Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að líkindum frá árunum um og eftir 1970.   Þá var þess freistað að ná nothæfu DNA sýni úr kúpunni og var það sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar.  Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Börnum Jóns hefur verið kynnt þessi niðurstaða og munu þau fá  jarðneskar leyfar föður síns á allra næstu dögum.

Jón Ólafsson

Fjallað er um Jón á Facebook-síðunni Íslensk mannshvörf.

Jón hvarf aðfangadag árið 1987, en hann hafði farið með son sinn fyrr um daginn til Hveragerðis til móður hans. Jón hugðist síðan fara á einn stað með jólagjöf og koma síðan aftur til Hveragerðis. Þegar hann skilaði sér ekki, hófst leit að Jóni. Á jóladag fannst bíll hans við brúnna yfir Sogið. Leit þar í nokkra daga skilaði engum árangri og var Jón úrskurðaður látinn hálfu ári seinna og haldin minningarathöfn.

Jón átti tvö börn, Birgittu sem fædd er árið 1967 og Jón Tryggva sem fæddur er árið 1972.
Birgitta er fyrrum þingmaður Pírata í Reykjavík og hefur tjáð sig um föðurmissinn, meðal annars í fyrirlestri sem hún hélt á Ted Talk árið 2015, en skrifað var um hann á Mbl. Talar hún í fyrirlestrinum um föður sinn og eiginmann sinn, sem báðir létu sig hverfa, en þeir kusu að taka eigið líf. Segist Birgitta hafa notað erfiðleikana til að byggja sig upp.

- Auglýsing -

Vel tekið í beiðni um DNA sýni

Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist.   Enn er eftir að fá sýni frá nokkrum einstaklingum og verður þeirri vinnu haldið áfram á þessu ári.   Lögreglumönnum við þessa vinnu hefur verið afar vel tekið af þeim sem leitað hefur verið til. Sýnin sem tekin eru eru vörsluð í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við DNA snið þeirra sem finnast, hvort sem það er í okkar tíð eða komandi kynslóða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -