Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Jónína Ben opnar sig um meðferð í Krýsuvík og „kirkjupólitík“ í Krossinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í janúar gerði ég það og fór inn á þann umdeilda stað Krýsuvík sem er eina meðferðastöðin sem býður upp á langtíma meðferð og 12 sporavinnu sem fólk eins og ég gefum okkur aldrei tíma til þess að vinna heima hvað þá í stuttum heimsóknum á Vog eða Vík.“ Þetta skrifar Jónína Benediktsdóttir meðal annars í langa færslu sem hún birtir fyrr í dag á Facebook. Í færslunni opnar hún sig um dvölina á Krýsuvík, Krossinn og fyrrverandi eiginmann sinn, Gunnar í Krossinum.

Hún segir erfitt að lýsa líðan sinni þegar hún upplifið uppgjöf og fór í meðferð.

Hún segir marga hafa fordóma fyrir Krýsuvík og segir margt fólk hafa sagt sér að hún ætti ekkert erindi inn á það meðferðarheimili.

„…margir líta á sem endastöð, þangað fer bara fólk sem eru verstu dópistar jafnvel rónar landsins, fólk frá fangelsum, heimilislausir, fólk sem hefur misst frá sér börnin sín, verið beitt ofbeldi frá barnæsku, fólk sem hefur ekki lært að lesa, ekki fengið ást frá fyrsta degi, ekki séð neitt framundan nema næsta skammtinn sem sumir hafa þurft að selja líkama sinn fyrir og þá um leið sjálfsvirðinguna,“ skrifar Jónína.

Hún segir Guð hafa leitt sig á Krýsuvík og kveðst hafa hlustað á hjartað.  „Ég þoli ekki snobb og hlustaði því ekki á marga sem sögðu mér að ég ætti ekkert erindi þangað, fann í hjarta mínu að það var rangt. Hjartað mitt lýgur aldrei og ég fór !“

„Hjartað mitt lýgur aldrei og ég fór !“

Í færslunni skrifar Jónía einnig um skilnaðinn við Gunnar Þorsteinsson, sem er oftast kenndur við Krossinn, og það sem hún kallar „kirkjupólitík“ í Krossinum.

- Auglýsing -

Segir andlegu ofbeldi beitt í Krossinum

„Áföllin voru afgreidd í rólegheitum, skref fyrir skref, aðkoma mína að Baugsmálinu og fjölmiðlamenn sem unnu á bak við tjöldin og tættu æru mína dag eftir dag í sig í eigin fjölmiðlum manna sem ég opinnberaði að væru glæpamenn í jakkafötum, að vísu kókaeinfíklar margir hverjir og svo seinnitíma skelfingin og enn verri kirkjupólitíkin í Krossinum, andlegt ofbeldi sem þar ríkti og ríkir enn því sumt kærir Guð sig ekki um að leysa og verður því aldrei leyst þótt allir séu í sárum. Gunnari var um megn að halda í köllun sína eftir óuppgerðan skilnað en þau lifa með því ekki ég.

Flóttinn frá sannleikanum í hámarki og ég neydd til þess að ljúga og ljúga til þess að sjálf halda haus í þessari endalausu óskiljanelgu þvælu allri. Mesti flóttinn frá sjálfum sér er þroskaþjófurinn að taka setningar út Biblíunni og henda þeim í andlitið á fólki fyrir tíund og sjálfsupphafningu sem margir predikarar þrífast á. Gunnar á mikla vinnu fyrir höndum já eða uppgjör á sínum sjúkdómum-líkt og við mörg sem vorum í kirkjunni,“ skrifar Jónína meðal annars.

- Auglýsing -

Jónína tjáir sig um mál sem kom upp innan fjölskyldunnar, hún segir málið hafa gert það að verkum að hún glímdi við hatur gagnvart dóttur Gunnars.

„Að þykjast vera góður en vera í raun mjög vondur-siðlaus, tilfinningalaus án samkenndar er algengari í kirkjum en ég hefði trúað. Að þurfa að sitja undir rannsókn Sérstaks Saksóknara í tvö ár vegna þess að dóttir mannsins þín kærir þig/hann er lamandi en þá þurfti ég að vera sterk sem ég var ekki alltaf-og þó. Ég glímdi við hatur og heift sem og rosalega reiði út í konuna. Gunnar var stunginn í bakið af dóttur sinni og ég reyndi að hjálpa honum út úr þeirri gröf en það gekk ekki. Gröfin er enn tóm og engin upprisa svo mikið er víst bara nýir djöflar nú þegar ég er farin. Sorglegt.“

Jónína lofar Krýsuvík í hástert í færslunni og segir það vera fallegt heimili.

„Það er skoðun mín að þeim sem líði illa og eru búnir að missa tökin á lífinu ætti að hjálpa inn á Krýsuvík þar er agi, fallegt heimili, kærleikurinn sem við köllum Guð, fordómalaust umhverfi, náttúrfegurðin algjör, maturinn eins og á lúxus veitingastað.“

Færsluna má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -