• Orðrómur

Júník stendur undir nafni og selur kjól á einstöku verði – 70 prósent hærra verð en í Eyjum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Inga Heiðdal hefur nýverið vakið athygli á gríðarlegum verðmun á nákvæmlega sömu vörunni á Facebook síðu sinni. Um er að ræða kjól sem seldur er annars vegar hjá Litlu skvísubúðinni í Vestmannaeyjum og hins vegar hjá Júník í Reykjavík.

Kjólinn kostar 9.990 krónur hjá Litlu skvísubúðinni í Vestmannaeyjum en 16.990 krónur hjá Júník í Reykjavík. Því munar 70 prósent á verðinu á milli þessara tveggja verslana á sömu vörunni.

16.990 krónur hjá Júnik

- Auglýsing -

9.990 krónur hjá Litlu skvísubúðinni

 

Reynt að afsaka

- Auglýsing -

Inga segir þetta þvílíkt og annað eins og undrar sig á því að fólk skuli leyfa sér svona lagað. Hún biðlar svo til fólks að deila pósti sínum. Viðbrögð fólks láta ekki á sér standa og gamla góða umræðan um hærra leiguverð kemur upp en er skotin jafn harðan niður. Rökin eru þau að í Kringlunni og í Reykjavík sé mikið meiri velta hjá fyrirtækjum heldur en úti á landi og í þessu tilfelli Vestmannaeyjum, sem er rétt. að reyna að réttlæta okur á neytendum á þessum grundvelli heldur hreinlega ekki vatni og það er í raun ekkert sem afsakar svona verðlagningu. Það kemur fram að innkaupaferð á kjólnum sé um 4.000 krónur svo ekki er álagningin spöruð svo mikið er víst.

 

Sara í Júník tjáir sig

- Auglýsing -

Sara eigandi Júník tjáir sig undir færslu Ingu og segir að um mistök hafi verið að ræða. Sú skýring fær ekki mikil hljómgrunn og Sara er meðal annars spurð hvort hún haldi að þessari útskýringu hennar sé virkilega trúað.

 

Sara Lind eigandi Júnik lét í sér heyra og Inga lét ekki sitt eftir liggja í að svara henni

 

Máttur neytenda

Ljóst er að neytendur þurfa að vera vakandi og gera nákvæmlega það sama og Inga gerir, láta aðra neytendur vita af óheyrilegri verðlagningu og okri. Það er máttur sem neytendur mega ekki gleyma að nota til þess að sporna við ósanngjörnum viðskiptaháttum.

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -