Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kári telur að Katrín og Svandís hafi borðað óhollt um jólin: „Hvað er eiginlega að þessum konum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er argur yfir þeim hægagangi sem er yfir bólusetningum gegn Covid-19 hérlendis. Hann skilur ekkert í því hvers vegna Ísland kýs að hanga áfram í pilsfaldi Evrópusambandsins þegar ljóst er að þar á bæ hafi málum verið klúðrað.

Kári hefur lýst því yfir að hann telji ólíklegt að góður gangur náist í bólusetningum hérlendis á þessu ári og undir það hafa fleiri tekið. Fyrir vikið ákvað Kári að reyna á sambönd sín við að fá lyfjarisann Pfizer til að samþykkja lyfjatilraunir bóluefnisins hér á landi með það fyrir augum að öll þjóðin yrði bólusett á einu bretti. Í gær sakaði Guðrún Bergmann, heilsu- og lífsstílsráðgjafi, Kára um að vera litaður hagsmunatengslum í sóttvarnar- og bólusetningarmálum hér á landi en hann segir vandann þvert á móti þann hversu takmörkuð tengsl hann hafi hjá Pfizer því hann starfi fyrir samkeppnisaðila.

Kári skilur ekki hvers vegna íslensk stjórnvöld ætli sér að halda áfram evrópusamstarfi með innkaup á bóluefnum. Að hans mati hefur Evrópusambandið klúðrað málunum og því eigum við að treysta nú á okkur sjálf. „Ég hef engin hagsmunatengsl við Pfizer en ég hef talað við menn þar um að gera tilraun á Íslandi. Vegna þess að við getum ekki keypt bóluefni þaðan öðruvísi en að gera það í gegnum Evrópusambandið og sambandið er búið að fokka þessu upp. Það er því mjög athyglivert að horfa á þetta pólitískt. Í upphafi var mjög eðilegt að Ísland væri samferða evrópuþjóðum í að panta bólluefni. En þegar komið er í ljós að Evrópusambandið er búið að fokka þessu upp, hvernig stendur á því að íslenskir stjórnmálamenn, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, verja sambandið?,“ segir Kári og bætir við:

„Ég hefði haldið að við ættum að fara núna gegn. Það er ekki nóg með það að við séum ekki tilbúin til að fallast á að Evrópusambandið hafi gert hlutina illa heldur ætlum við að taka á okkar herðar mistök sambandsins, klúðrið þar á bæ. Ég skil ekkert hvað er að þessum konum. Ég er hræddur um að þær hafi étið eitthvað óhollt yfir hátíðirnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -