Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Katrín hætt í stjórnmálum: Segir áfall hvað allt gangi hægt fyrir sig í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég er ykkur ævinlega þakklát fyrir stuðninginn og peppið síðustu fjögur árin en hlakka mikið til að snúa aftur í minn gamla geira og hef störf hjá Dohop síðar á árinu. Ég mun áfram sinna öllum mínum skyldum sem borgarfulltrúi af krafti og heilindum út kjörtímabilið,“ segir borgarfulltrúinn Katrín Atla­dótt­ir.

Katrín, sem situr í borgarstjórn fyrir Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun hefja störf hjá Dohop í vor, en sinn­ir auðvitað sín­um skyld­um út kjör­tíma­bilið.

Katrín segist hafa tekið ákvörðun um að hætta í borgarstjórn síðasta sumar; einngi að það hafa verið áfall að upplifa hvað allt gangi hægt fyrir sig í stjórnsýslu Reykjavíkur og að minnstu hlutir geti tekið mörg ár.

Hún seg­ist stolt af störfum sínum og þá sérstaklega til­lögu sinni um aukna for­rit­un­ar­kennslu barna og hjól­reiðaáætl­un Reykja­vík­ur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -