Miðvikudagur 15. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Eva segir kerfið hafa brugðist Gísla Rúnari: „Hvað ætli margir séu að deyja?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Heilbrigðiskerfið brást honum alveg,“ sagði Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, fósturdóttir Gísla Rúnars í einlægu viðtali við Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.

Eva fjallaði um sjálfsvíg og geðsjúkdóma en hún hefur, síðan Gísli tók eigið líf í sumar, vakið athygli á geðheilbrigðismálum og sjálfsvígum.

Systkinin tóku sameiginlega ákvörðun um að Eva stigi fram og segði frá sem hún gerði í viðtali við Fréttablaðið. „Pabbi var mikil þjóðargersemi. Við ákváðum að þetta væri ekki tabú, við vildum bara ræða þetta,“ sagði Eva.

Hún greindi frá því að þegar Gísli dó hafi hann skilið lyfseðlana sína eftir á borðinu svo auðvelt væri að sjá. Eftir að hafa rýnt í seðlana komst Eva að því að aukaverkanirnar frá lyfjunum, sem pabbi hennar var á við geðhvarfasýki tvö, væru sjálfsvígshugsanir.

„Eftir jólin í fyrra var hann orðinn mjög þungur.“ Eva tók það að sér að hjálpa honum að halda jólin. Gísli var óvirkur alkóhólisti fór að misnota geðlyfin sem hann neytti við geðsjúkdómi og var lagður á Vog í meðferð. Eftirfylgnin hafi hins vegar brugðist vegna COVID.

Eva tók fram að hún væri ekki sérfræðingur en hún upplifi að saga margra sé þannig að þeir sem fari í meðferð og falli aftur eigi á hættu á að taka eigið líf.

- Auglýsing -

Hún rifjaði upp að Gísli hafði rætt við sig um lyfin og að þau færu illa í hann. Hann virtist vera orðinn svolítið hræddur um sig og fór að biðja börnin sín að tékka á sér. Erla sagði það hafa verið mjög óþægilegt og hún hafi orðið hrædd um hann.

„Hvað ætli margir séu að deyja af því kerfið er ekki að virka?,“ spurði Eva og minntist á allt fólkið sem væri á biðlistana eftir að komast að í geðheilbrigðiskerfinu.

„Við þurfum að fara að bjarga fólki. Við eigum ekki að telja hve marga við höfum misst heldur hve mörgum við getum bjargað“

Minningarsjóður í nafni Gísla

Fjölskyldan hefur nú að stofnað sjóð í minningu Gísla Rúnars og vilja styrkja samtök á borð við  Píetasamtökin og önnur geðhjálparsamtök.

- Auglýsing -

Þau hafa sett í sölu fjölnotagrímur með leikhústákninu sem sýnir kómedíuna og tragedíuna, sem lýsir ævi og störfum Gísla mjög vel. Á grímunum eru svo setningar sem hægt er tengja við Gísla, „Fór í banka ekki banka“ og „Afsakið hlé“ og á þriðju grímunni stendur „Sagan þín er ekki búin“. Salan á grímunum fer fram á vef Gísla Rúnars.

„Ég veit hann er hérna með okkur og ætlar að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ sögðu Eva og Róbert Óliver börn Gísla Rúnars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -