Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Könnun Mannlífs – Þjóðin telur illa brotið á Eiði Smára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestum þykir Eiður Smári Gudjohnsen, brottrekinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, ekki hafa fengið réttláta meðferð hjá KSÍ. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Mannlífs sem fram fór í gær.

Tæplega 64 prósent þjóðarinnar telur meðferðina á aðstoðarþjálfaranum alls ekki sanngjarna. Nærri 22 prósent svarenda eru þeirrar skoðunar að meðferð KSÍ á Eiði sé réttlát á meðan tæp 13 prósent segjast ekki viss hvað þeim finnst um málið.

Knattspyrnusamband Íslands rak í fyrradag Eið Smára úr starfi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ákvörðunin er umdeild og skiptar skoðanir um hvort rétt hafi verið að reka hann úr starfi, þrátt fyrir persónuleg vandamál Eiðs.

Mannlíf vildi heyra skoðun lesenda og skellti í skoðanakönnun í gærmorgun. Spurt var: Er Eiður Smári að fá réttláta meðferð hjá KSÍ? Niðurstaðan er eftirfarandi:

Um 1.500 manns tóku þátt í könnuninni en þar af þótti 977 manns Eiður ekki fá sanngjarna meðferð. Þá voru 190 ekki vissir og 329 svöruðu spurningunni játandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -