Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Króli ætlaði að fremja sjálfsmorð – Jói kom honum til bjargar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þú þarft að hata sjálf­an þig til að vilja drepa þig“ segir Krist­inn Óli Har­alds­son, betur þekktur sem Króli – sem hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Króli sett mark sitt á ís­lenskt tón­list­ar­líf, ásamt sam­starfs­manni sín­um JóaPé; þeir áttu sölu­hæstu plötu árs­ins tvö ár í röð og flestir Íslend­ing­ar kann­ast við lagið þeirra B.O.B.A. frá árinu 2017.

Króli á líka að baki leik­fer­il sem hófst þegar hann var tíu ára gamall. Þrátt fyr­ir þessi af­rek á Króli erfitt með að lýsa sjálf­um sér sem hæfi­leika­rík­um; telur sig mis­lynd­an og að þessi snögga frægð hafi haft mjög slæm áhrif á geðheilsu sína.

Króli segir að hann sé mis­lynd­ur ein­stak­lingur sem hafi lent á botn­in­um andlega fyrir tveimur árum; hann hætti að geta séð um sig sjálf­ur en Króli gekk í gegn­um erfið sam­bands­slit á þessum tíma sem hann gerði ekki upp and­lega.

Og segir um frægðina: „Hvaða sick djók er það að hleypa ein­hverj­um fokk­ing skrítn­um rauðhaus sem kann ekki að syngja á bara bilað plat­form?“

Botn Króla tengdist ekki áfengi og öðrum eiturlyfjum og hann telur líklegt að ef hann hefði byrjað í neyslu hefði hann tekið eigið líf – en hann hef­ur aldrei neytt eiturlyfja.

- Auglýsing -

Króli er með nokkrar greiningar á bakinu; greind­ur með kvíðasjúk­dóm, ADHD, Tourette og einnig áráttu- og þrá­hyggjurösk­un.

Króla leið það illa á tímabili að hann hafði ákveðið dag­setn­ing­una þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð. Þann dag vildi svo vel til að Jói vin­ur Króla var mikið með hon­um og gafst Króla því aldrei svig­rúm til fremja sjálfsmorð. Í staðinn gafst Króla tími til að hugsa og dag­inn eft­ir lét hann móður sína vita að hann væri hjálp­ar þurfi og komst að lok­um í úrræði sem hjálpuðu hon­um.

Króli seg­ist í dag hætt­ur að gera tónlist; hann hafi ekki gert neina tónlist í eitt og hálft ár og finnst sem hann sé drag­bítur á sam­starfs­manni sín­um, JóaPé; finnst fram­lag sitt til tón­list­ar­inn­ar vera ómerki­legt í sam­an­b­urði við for­vinn­una sem farið hef­ur í grunn­ana sem hann sem­ur vana­lega ofan á.

- Auglýsing -

Í dag væri Króli til í að vera leik­ari og ætlar að þreifa fyr­ir sér í leik­list. Ekki fyrir svo löngu fór Króli með hlut­verk Tóta tann­álfs í upp­setn­ingu Menn­ing­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar á leik­rit­inu Bene­dikt búálf­ur, en hann lék fyrst í hlut­verki hins unga Georgs Bjarn­freðar­son­ar í kvik­mynd­inni Bjarn­freðar­son frá árinu 2009.

Heimild: Hlaðvarpið Snæ­björn tal­ar við fólk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -