Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Lára Hanna gáttuð: „Þetta er fullkomlega galið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær fregnir að Ísafjarðarbær ætli að selja 22 af 26 þjónustuíbúðum sem ætlaðar eru öldruðum hefur hleypt illu blóði í marga. Í frétt RÚV segir að Ísafjarðarbær ætli sér að bæta skuldastöðu sína en um leið á að nýta það fjármagn sem fæst fyrir íbúðirnar til að byggja nýtt knattspyrnuhús í bænum. Umræddar íbúðir á Hlíf eru þjónustuíbúðir.

Í bréfi sem barst íbúum nýverið kemur fram að leitast verði við að söluferlið hafi sem minnst áhrif á íbúana. Bæjarstjóri Ísafjarðar, Birgir Gunnarsson, heldur fram að í söluferlinu verði reynt að semja við einn kaupanda sem væri tilbúinn til þess að kaupa íbúðirnar en hafa um leið hagsmuni gamla fólksins í huga.

Birgir segir að ákveðið hafi verið að selja íbúðirnar sökum þess að fjárhagsstaða bæjarins hafi versnað á tímum COVID. Þá á að nýta það fjármagn sem fæst með sölunni til að byggja knattspyrnuhús. Þá var Birgir spurður hvort honum þætti það ekki skjóta skökku við að selja íbúðir eldri borgara, kvarta undan skuldastöðu en byggja engu að síður íþróttahús fyrir andvirðið.

„Nei, ég sé þetta alls ekki skjóta skökku við,“ svaraði Birgir.

Bæjarstjórn Ísafjarðar er harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum. Ein þeirra sem rís upp, heldra fólki til varnar, er þjóðfélagsrýnirinn Lára Hanna Einarsdóttir. Er hún gáttuð á að stefnt sé að selja þjónustuíbúðirnar vegna slæmrar skuldastöðu en eyða um leið hálfum milljarði í íþróttahús.

„Allir vita, eða ættu að vita, að svona einkavæðing hefur aldrei neitt gott í för með sér. Þjónusta versnar, kostnaður eykst,“ segir Lára Hanna og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Mig grunar að eldri borgararnir í þjónustuíbúðunum hafi margvíslegar sögur að segja um framlag sitt til samfélagsins í gegnum tíðina. Leyfum þeim að lifa í friði og öryggi síðustu æviárin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -