Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Leikhússtjóra bárust tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikhússtjóri Borgarleikhússins sagði frá því að henni hafi borist tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og ofbeldis af hálfu Atla Rafns Sigurðssonar og því hafi honum verið sagt upp störfum í desember.

 

Mál Atla Rafns Sigurðarsonar á hendur Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en Atli stefndi leikhúsinu og Kristínu vegna uppsagnar hans í desember árið 2017.

Atli fer fram á 13 milljónir í bætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn.

Atli var rekinn nokkrum dögum fyrir frumsýningu Medeu, þar sem hann átti að fara með eitt aðalhlutverkið, í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni.

Um sex ásakanir um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi var að ræða.

Atli heldur því fram að hann hafi komið af fjöllum þegar honum var sagt upp og aldrei vitað hvaðan ásakanirnar komu. Í málflutningi sínum sagði hann að þetta hafa orðið til þess að hann gat ekki varið sig á nokkurn hátt.

- Auglýsing -

Í umfjöllun Stundarinnar um málið kemur fram að Kristín hafi greint frá því fyrir Héraðsdómi í morgun að konurnar sem um ræðir hefðu leitað til hennar og þær sagt frá vanlíðan sinni vegna hegðunar Atla og að það hafi leitt til þess að ákveðið var að setja Atla upp störfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -