Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Linda P. tjáir sig um geðheilbrigði: „Um tíma fannst mér ég ekki geta meira og í kjölfarið missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linda Pétursdóttir hefur um árabil verið ein af fegurstu konum Íslands, en hún var kjörin Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur árið 1988.

 

„Í ljósi nýafstaðins alþjóða geðheilbrigðisdagsins hef ég verið hugsi. Sjálf hef ég farið í gegnum allskyns andstreymi í lífinu sem hefur haft áhrif á geðheilsu mína,“ skrifar hún í færslu á Facebook. „Sem dæmi má nefna: Ofbeldi; andlegt og líkamlegt, áfallastreituröskun, að missa lífsviljann, gjaldþrot og að tapa lífsviðurværinu, vægt heilablóðfall. Og slatti til viðbótar sem ég nenni ekki að telja upp. En ég hef ætíð kosið að láta reynslu mína ekki skilgreina hver ég er.“

Segist Linda vilja deila reynslu sinni með það að takmarki að hún veiti þeim sem eiga við sálræna erfiðleika að stríða hvatningu, ljóstýru í myrkrinu.

„Í örfáum orðum langar mig að deila reynslu minni með því takmarki að hún veiti einhverjum sem á erfitt, ljóstýru í myrkrinu. Oft á tíðum hefur þessi reynsluheimur minn tekið á. Um tíma fannst mér ég ekki geta meira og í kjölfarið missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur. En sem betur fer komst ég í gegnum það. Það er nauðsynlegt að hafa einhvern sem maður getur treyst og talað við. Ég hef ætíð lagt mikla áherslu á að vinna í sjálfri mér og hlúa að mér. Ég veit að sama hversu erfið gangan er og hversu torvelt það er að ímynda sér betri tíð, þá mun sársaukinn minnka og það mun birta til.

Ég hef tamið mér það að vera meðvituð um hugsanir mínar, því það eru þær sem framkalla tilfinningar mínar. Við getum æft okkur í að breyta hugsunum okkar og smá saman breytist líðanin. Og lífið verður svo miklu betra.

Munum að það sést ekki alltaf utan á fólki að því líði illa. Komum fram við samferðafólk okkar af nærgætni og kærleika. Það gerir okkur öllum gott.“

- Auglýsing -

Aðstoð og fræðslu fyrir einstaklinga sem glíma við þunglyndi og geðsjúkdóma er að finna hjá:
*Hjálparsími Rauða krossins sími 1717 Heimasíða: 1717.is
*Píetasamtökin sími 552-2218 Heimasíða: pieta.is
*Geðdeild Landspítala sími 543-4050
*Einnig má finna fróðleik og upplýsingar á heimasíðu Hugrúnar, gedfraedsla.is. Félagið Hugrún hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -