2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lögreglan varar við netsvindlurum sem þykjast starfa hjá CIA

Lögreglan varar nú fólk við netsvindlurum sem þykjast starfa hjá CIA og misnota merki stofnunarinnar í von um að hafa af fólki fé.

„Okkur hafa verið að berast tilkynningar vegna þessa núna en þetta er nýtt form af netglæp,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Í póstinum er látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur. Þetta er fjölpóstur og ekki hafa áhyggjur, póstinum fylgir ekki óværa og ekki gera neitt. Hann er sendur til að vekja hræðslu í von um að fólk borgi af ótta en ekkert er hæft í efni póstsins og ef vel er gáð þá má sjá að pósturinn er uppruninn í Gabon, Mið-Afríku Lýðveldinu, Malí eða öðru ríki og hefur ekkert með CIA að gera,“ segir einnig og er fólk hvatt til að halda ró sinni.

Lögreglan hvetur þá sem fá tölvupóst af þessu tagi að tilkynna það á netfangið [email protected] eða í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar.

Færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu má sjá hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is