Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Margrét Vilhjálms segir sum hlutverk vera eins og BA-ritgerð: „Við erum alltaf með söguna á bakinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir á afmæli í dag. Ku hún vera 56 ára.

Þessi hæfileikaríka leikkona útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1996 og hefur síðan heillað landann með hinum ýmsum leiksigrum, hvort sem um er að ræða á sviði, í kvikmyndum eða þáttaröðum í sjónvarpinu. Hefur hún vakið athygli út fyrir landsteinanna en árið 2002 var hún valin „efnilegasti leikarinn“ í Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í Mávahlátri árið 2001 en síðan hefur hún leikið í kvikmyndum á borð við Fálkar, Blóðbönd, Mamma Gógó og Kóngavegur. Síðast sást hún á skjá landsmanna í þriðju seríu Ófærðar.

Margrét hefur í gegnum árin leikið með bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu en lék hún í leikritum á borð við Línu Langsokk, Lér konungur, Macbeth og Himnaríki og helvíti svo örfátt sé nefnd.

Árið 2014 fluttu Margrét til Berlínar ásamt eiginmanni sínum og börnum en flutti svo til Tromsø í Noregi, árið 2020. Þar leikur hún með Hålogaland leikhúsinu en þar lék hún í leikhúsútgáfunni af kvikmyndinni The Father en leikritið heitir The Height of The Storm.

Árið 2014 var Margrét í viðtali við Vísi um leiklista og lífið. Þar kom hún fram með ansi skemmtilega túlkun á leikarastarfinu:

„Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Margréti innilega til lukku með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -